Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 58
í borginni Flórens, fannst honum að lífið mundi eiga heima. Hér gerðist
ekki neitt. Lífið vissi ekki af honum og hann fann að það mundi aldrei
vita af honum. Kannske var það meðfram af löngun til að gera hana
svolítið dapra líka að hann sagði: — Veistu að Hanna er dáin. Hún dó
síðustu nótt?
— Ertu að segja satt? Ég hafði ekki hugmynd um það. Hún greip
andann á lofti. — Aumingja Hanna. En kannske er gott að hún er dáin.
Ég held að hún hafi þjáðst.
— Hún spurði oft eftir þér þegar þú varst farin.
— Já, hún var líka besti vinur minn héma — fyrir utan þig auðvitað.
Hún stóð eins og klettur með mér þegar þau sögðu að ég hefði stolið
þessum svefnpillum, sagðist hafa tekið þær inn sjálf. Ég veit auðvitað
ekkert um það en ekki stal ég þeim. Það var bara þessi hjúkrunarkonu-
tmnta héma sem þurfti að finna eitthvað til að klína á mig svo ég yrði
rekin. Ætli hún hafi ekki sjálf étið þær. Ég yrði sko ekki hissa. En nú skil
ég af hverju þú ert svona niðurdreginn. Svona slær mann nú alveg út af
laginu. Þú ert líka eitthvað svo gugginn. Hugsa nýju stelpumar héma
ekkert um þig? Hún sendi honum stríðnislegt augnaráð og dró fram gula
tuðru, sem hann hafði ekki tekið eftir fyrr en nú. — Ég ætla að laga þig
svolítið til.
— Nei, ekki. . . byrjaði hann en hún ansaði honum ekki. Hún spratt
upp og dró stólinn að speglinum. Eins og hún hefði fyllst nýjum þrótti
greip hún um handlegginn á honum og dró hann á fætur. — Svona, sestu,
sagði hún, eins og hún væri að áminna þrjóskan krakka. Hann settist og
fylgdist með þegar hún byrjaði að tína mislit glös og kmkkur upp úr
tuðrunni, skæri, augnháraplokkara, handspegil, naglaþjalir, fimm greiður
(þrjár af þeim risastórar) og loks lítinn hárblásara. Það var ótrúlegt að
þetta hefði allt komist fyrir í tuðrunni, minnti á pípuhatt hjá sjónhverf-
ingamanni. Litla borðið var alþakið eins og sýningaborð í snyrtivömbúð.
— Ég hreinsaði aðeins til hjá þeim í París, áður en ég strauk, sagði hún
glettnislega, um leið og hún greip eina af greiðunum sem búin var
hárbeittum prjóni og tók að greiða honum. — Þú hefur svo fallegt ljóst
hár, hvíslaði hún. Hann þagði og starði í ljósið í speglinum. Engillinn,
næstum höfuðlaus, spennti greipar í miðri kösinni, eins og hann kysi að
heyra hvorki né sjá þennan óguðlega ránsfeng.
— Það er allt annað að sjá þig núna, sagði hún. Hann vissi ekki hve
56
TMM 1992:2