Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 91
Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson
Tvö myndverk
Til skýringar
Þessar myndir eru til komnar á samnor-
rænni ráðstefnu sem haldin var í Vardö í
Norður-Noregi í ágúst 1988 og var yfir-
skrift hennar Pictures of Reality. Þama
komu saman listamenn og listfræðingar og
fólk sem leggur stund á eðlisfræði. Frá fs-
landi komu tveir fulltrúar, Halldór Bjöm
Runólfsson listfræðingur og Steingrímur
Eyfjörð myndlistarmaður. Þátttakendur
fengu send bréf fyrirfram með nöfnum fyr-
irlestranna og framlag Steingríms var verk
sem hann kom með á ráðstefnuna, sem
tengdust þessum titlum, og almennur fyrir-
lestur um eigin verk.
Myndimar sem hér birtast vom gerðar
með þessum hætti á grundvelli titla tveggja
fyrirlestra, með „ám“ titilsins í huga sem
eins konar emblem eða merki fyrir titilinn.
Verk Steingríms á sýningunni (og fyrir-
lestramir) hétu „Absence“, „The Peiades in
God’s hand“, „Figurative Art as Expression
of Religion“, „Philosophy or Models of
Natural Science", „Art in the Age of De-
centralization and Deconstruction", „Pic-
tures of Reality", „Monument and Niche“,
„Harmony and Disharmony in Reality of
Man as it appears in Art and Technology“,
„Object in Space“, „The Picture between
Phenomenology and History", „Cosmo-
logy: What does Science believe about the
Beginning and the End of the Universe?“,
„Representation in Art and Science“, „Par-
ticle Physics: A Surrealistic Portrait of Mat-
ter“ og „The Ready-made Art“.
Hér birtast tvö af verkum Steingríms úr
þessari röð. Þau heita „Absence“ (Fjarvera)
og „Readymade Art“ (Tilbúningur).
TMM 1992:2
89