Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 10
þá hugmynd, að dýrið í okkur geti mögu- lega svalað þörfum sínum vandræðalaust og að einungis með þeim hætti getum við lifað tignarlegu og frjálsu lífi. Ef Foucault hefur rétt fyrir sér, þá var það ekki síst í hag hinna ráðandi afla að þegnar samfélagsins trúðu á mátt þess litla sem þeir höfðu. Það var konungum orðræðunnar í hag að þegn- arnir ýktu það litla sem þeir þóttust ráða yfír og fengu það á heilann. Og hafa það enn. 3 Dagný leggur áherslu á aðgreiningu þrár og þarfar og segir að vegna bælingarinnar geti maðurinn ekki fullnægt þrá sinni, aðeins þörf. Þörfin er einföld, líffræðileg, eins og kynhvöt og hungur; þráin er hins vegar sálfræðileg, flókin, „þráeftir skilyrðislausri viðurkenningu og ótakmarkaðri ást Hins.“ Og eins og nærri má geta er slíkri þrá sjaldn- ast fullnægt.12 Þormóður er dæmi um þetta: [... ] móðurleit Þormóðs er leitin að hinni horfnu móður, konurnar sem ganga honum í móðurstað geta aðeins fullnægt þörfum hans en ekki þrá hans (310). Þess vegna snýr hann sér frá sælu kvenna að garpskap. Það gerir hann þó ekki fyrr en í fulla hnefana og ástæðuna telur Dagný þá, að sem skáld standi hann miklu nær „hyldýpisbarminum" — hinu kvenlega — heldur en félagar hans.11 Samt sem áður „þorir hann ekki að staðnæmast“ á um- ræddum barmi „og horfa ofan í djúpin, heldur flýr hann reynslu sína inn í nýja blekkingu" (310). Um þremenningana Ólaf, Þorgeir og Þormóð í Gerplu, segir Dagný: Þeir eru á flótta undan sínum eigin ótta, óhugnaðinum — en þeir flýja ekki inn í ástina heldur árásargirnina, hatrið. Gerpla er þannig heimsendaspá og ákaflega tragísk bók (318). Hér eru skáldið, hið karllega, hið kvenlega, og í krafti óttans við hið óhugnanlega yfir- bugar hið karilega hið kvenlega, Hatrið vinnur og ástin tapar. í hugmyndakerfi hins freudíska femín- isma hafa þessi hugtök nánast dulspekilega merkingu. Skáldið er langtífrá hvaða með- limur í Rithöfundasambandinu sem er, heldur einskonar sjáandi, hafinn yfír skipan orðræðunnar og af tindi sínum fær um að sjá í gegnum blekkingar hennar. Það sem hjá Dagnýju er hið Karllega var í gamla daga hið gotneska dýr (frumsjálfið, Hr. Hyde), og heldur kyni sínu í hinum nýja femínisma; hér er morðinginn, gláparinn, nauðgarinn, hinn skynlausi blóraböggull: Karl-dýrið. Hið Kvenlega varhinsvegar hið Mannlega hjá Freud: hér búa skynsemin og sannleikurinn, en í nýjum búningi þar sem hugsa má í hringi og flæði, og hlæja, og öðlast þannig aðgang að hinu dulúðuga, sem er sannleikurinn. (Það er margt líkt með Skáldinu og Konunni, enda má efast um gildi þess skáldskapar sem ekki er frá konu kominn). Ástin er hinsvegar fólgin í einhverskonar jafnvægi milli hins Karllega og hins Kven-mannlega, og svo fremi sem slíkt jafnvægi er mögulegt, má öðlast það með einskonar „af-bælingu“. Að velja slíkt jafnvægi er að velja leiðina til alsælu á heimsvísu. Að hafna því er að velja leiðina til heimsendis. Vandinn er hins vegar sá, að þegar tilgát- an um bælinguna er dregin í efa, missir það sem á henni hvílir mátt sinn og megin. Ef maðurinn þarf ekki að bæla þrá sína, heldur 8 TMM 1992:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.