Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 33
Við atburði sem þessa er eins og öll tilveran dragist saman í einn hnút,
að minnsta kosti í litlu plássi, og enda þótt íbúar Hólmaness ættu að vera
við ýmsu búnir, sóttu nú á þá efasemdir og spumingar sem engin leið var
að fá svör við. Það breytti ekki því, að Henningsen lyfsali fann samúð
streyma til sín úr öllum áttum, og honum varð ljóst að vandfundinn mundi
vera sá staður sem hefði stærra hjarta en þetta litla, fátæka þorp á hjara
heimsins.
Mæðgumar vom lagðar í sömu kistu, og sóknarpresturinn, séra Gísli,
jarðsöng þær í Hólmaneskirkjugarði.
En jörðin snýst áfram þótt sorg grúfi yfir einu þorpi og Hólmnesingar
drógu fisk úr sjó eins og áður og heyjuðu fyrir kúm sínum og kindum.
Og vindar loftsins skiptust á um að færa fólki og fénaði gjafir sínar,
kalsarigningu, slyddu og nepju.
Henningsen fór ekki út úr húsi, en stóð í búð sinni fram á kvöld og
lagaði meðulin. í hreyfingum og fasi minnti hann dálítið á svefngengil,
svo ekki var laust við að sumir væru hálfsmeykir við mixtúrurnar hans,
en enginn lét þó á því bera.
Með hækkandi sól var eins og færi að rofa ögn til yfir byggðinni, og
gegnum skýjadökkvann sást nú stöku sinnum grilla í bláan himin. Líf
Henningsens apótekara virtist vera að komast í fyrra horf. Hann fór aftur
að ganga fjömr með hundi sínum og sunnudag nokkurn sást hann ríðandi
upp á Völlum með Kolbeinsen kaupmanni.
Magðalena hafði komið aftur til hans skömmu eftir jarðarförina til
þess að taka við búsýslunni, en dag nokkurn, þegar hún hafði verið hjá
honum rúmt ár skrikaði henni fótur í stiganum þegar hún var á leið niður
með skolfötuna. Innihald fötunnar skvettist út um allt, en sjálf hvarf hún
til þeirra heima þar sem engin slík flát þarf að tæma.
Menn vom á því að Henningsen væri illa settur eftir að Magðalena
féll frá, og einhvemtíma kvað séra Gísli upp úr með það, að apótekarinn
yrði að fá nýja bústým og það sem fyrst. Reyndar fór hann sjálfur á
stúfana að leita að heppilegri konu til starfans, og ekki leið á löngu þar
til hann hafði fundið þá réttu. Það var Kolfinna Sveinsdóttir, systurdóttir
hans innan úr Dölum. Kolfinna var grannvaxin stúlka, fríð sýnum með
dökkt hár og brún augu.
Kolfínna gæddi gamla húsið nýju lífi; rósótt tjöld komu fyrir gluggana
og pottablóm skutu þar upp kolli á nýjan leik, og á kvöldin voru stofurnar
TMM 1992:2
31