Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 84
Þetta er skemmtilegt og skondið og virðist vera í ætt við heimspekilegan galgopahátt og reynist stundum hugsað á þann veg. Þetta er vissulega leikur að orðum og formi, en ekki leikur leiksins vegna. Það býr meira undir. Ætti að skilgreina verk Kristínar efn- islega þá fjallar það fyrst og fremst um einmanakennd manneskjunnar og þörf hennar fyrir samneyti og ást. Frá því eru reyndar ýmis frávik, en nær ævinlega glytt- ir í boðskap eða ádeilukennda sýn eins og hér, þar sem veist er að yfirborðsmennsku: Einu sinni voru hjón sem elskuðu að vera í tísku. Og þannig voru þau í mörg ár. Þá fundu þau að þau höfðu aldrei verið í tísku afþví þau voru svo mikið útvortis en gerðu aldrei neitt innvortis. (51) Sjaldnast er auðvelt að skilgreina nákvæm- lega hvað það er sem gerir að verkum að ein bók tekur annarri fram í frumleika. En í bók Kristínar er það hið óvenjulega og meðvit- aða samspil þroskaðrar sýnar og bamslegrar frásagnaraðferðar sem skapar frumlegt og ferskt verk sem fyllt er ísmeygilegri kímni. Verk Kristínar geymir tæplega sjötíu sög- ur. Sú aðferð sem hún temur sér, að segja sem mest í fæstum orðum, er afar vanda- söm og lánast ekki ætíð. I einstaka sögu hefði mátt leiða hugsunina til meiri ögunar, þar er eins og ekki hafi verið fullsamið. Kristín er enn að glíma við þann vanda sem hver ungur og metnaðarfullur rithöfundur tekst á við af fullri alvöru: Að finna eigin aðferð og farveg til að sameina fullkomlega efni og stíl. Gyrðir Elíasson virðist hafa fundið fulla lausn á þeirri þraut. Kristín Ómarsdóttir, sem kann að vera hæfileika- mesta skáldkona okkar af yngri kynslóð, er enn að vinna að eigin lausn og það sama á við um Guðmund Andra Thorsson. *** (...) líf okkar allra var ekki eins og við hefðum kosið að það yrði, ekkert okkar hafði lifað fullnustu drauma — við höfðum öll, sérhvert á sinn máta, lagt of hart að okkur til að komast á ranga hillu í lífinu. Guðmundur Andri Thorsson: Islenski draumurinn Guðmundur Andri Thorsson er sentiment- alistinn í íslenskum nútímaskáldskap. I verkum sínum sækist hann mjög meðvitað eftir að stofna til tilfinningasambands við lesendur sína gegnum stílinn. Aðferð hans í Islenska draumnum er að velja orð vandlega, íhuga hljómfall þeirra og hrynjandi og leitast síðan við að mynda taktfasta tóna innan textans. Á þann hátt hefur hann skapað einlægt og eftirminni- legt verk. Guðmund Andra má vel nefna orðkera með einfaldan smekk. Hann sannar ræki- lega að góður stíll þarf ekki að byggjast á því að skrifa „aðeins“ í staðinn fyrir „bara“ heldur getur hann einmitt falist í því að setja „bara“ í stað „aðeins“. Guðmundur Andri skrifar oft og tíðum hraðan talmálsstfl sem virðist nokkuð í ætt við texta Einars Kára- sonar en þar sem Einar segir sögu svo vel að úr verður stfll þá skrifar Guðmundur Andri svo góðan stíl að úr verður prýðileg saga. I Islenska draumnum, harmsögu tveggja kynslóða, kemur berlega í ljós hversu gott vald Guðmundur Andri hefur á ólíkum stfl- brigðum. Hinn hraði talmálsstfll er ráðandi í lýsingum á samskiptum Kjartans og 82 TMM 1992:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.