Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 106
í vöggugjöf hlaut hann vart annað en óbilandi lífsvilja og þá sauðsku þijósku sem gerði hon- um fært að snúa á örlaganornirnar, hrifsa líf sitt úr greipum þeirra og sigrast á öllum torfærum — og voru þó ýmsar þeirra næsta blöskrunar- legar. Að frátöldum persónulýsingum, og þá sér- staklega lýsingunni á Jóni Edilonssyni, er það einkum þrennt sem ágætir þessa skáldsögu: orðafarið sem höfundur segir runnið frá tungu- taki fólks í norðlenskum sveitum um síðustu aldamót og frammeftir þessari öld; lýsingar á atvinnuháttum sem bæði eru nákvæmar og upp- málandi; og loks náttúrulýsingar sem ljá frá- sögninni magnþrunginn og mikilúðlegan blæ, og eru aukþess tvinnaðar saman við framvindu sögunnar. Sem dæmi má taka eftirfarandi lýs- ingu í tólfta kafla og fjallar um hestadrápið alræmda: Hrossin hertu enn á sér undan sameinuðu öskri karls og fjögurra hunda. Handan flatans ættu að bíða hrossanna skagfirskir hagar heimilir þeim og óstolnir. A þeim flata er grjótinu fisjað saman, eins og Guð hafi hlaupið frá því á sjötta degi sköpunarinnar, eftir að hann skapaði manninn. Hver steinn liggur eins og tilviljunin bauð innan um aðra og tollir af því einu að enginn hefur átt leið yfir hann nema vargfugl sem fer milli hamra- skálanna báðumegin flánna. Hann tyllir sér hvergi niður, því hann þekkir erindi sitt. Sé ýtt við steini, raknar úr honum, eins og trosni úr gati í flík. Þegar að var komið mátti ekki sjá glöggt hverju var raskað en hverju órask- að. Hann sá landið líða í röndum aftur með hestinum. Hann varð að blimskakka augun- um fram með til að fá ekki flögur eggjagrjóts í augun. Slíkur var mulningurinn undan hundruðum hófa (bls. 55). Allur býr texti sögunnar yfir sérkennilegri dul, sem gæti verið ættuð úr „töfraraunsæinu" suð- uramríska, enda telur höfundur sig margt hafa af því lært, en nærtækari fyrirmyndir í þá veru eru vitaskuld bæði William Heinesen og Hall- dór Laxness. Töfraraunsæi hefur verið viðloð- andi íslenskar bókmenntir allt frá Eyrbyggju og Grettlu frammá þennan dag. Einsog allur góður skáldskapur á Spillvirkjar sér rætur í raunveruleikanum og fjallar að hluta til um atvik, sem áttu sér stað á síðustu öld, en þau hafa verið umsköpuð og brotin undir lög- mál skáldsögunnar, og sama á við um ýmsar persónur sem við sögu koma; þær eiga sér hver og ein margar fyrirmyndir einsog gengur. Ur sundurleitu kraðaki viðburða og persóna hefur höfundi lánast að bræða saman heilsteypt lista- verk þarsem misfellur eru svo óverulegar að varla verður hönd á fest. Að mínu mati veldur stíllinn mestu um samfellu sögunnar; hann heldur sérleik sínum, orðkynngi og glettni frá upphafi til loka þó fjallað sé um óskyld efni, enda gerist sagan bæði í norðlenskri sveit, á Akureyri og í Reykjavík. Ég hef það til marks um vald höfundar á efninu, að hvergi hattar fyrir í stíl eða efnistök- um þegar Jón Edilonsson lendir í þeirri fá- heyrðu lífsreynslu að vera tekinn fyrir mann, sem búið er að drepa, er lokaður inná geðveikra- hæli í sex ár undir nafni þessa manns og losnar ekki þaðan fyrren hann gengur inní hlutverkið og byrjar nýtt líf undir hinu annarlega nafni. Þessi söguhvörf þóttu ritdómara Morgunblaðs- ins absúrd, en mér komu þau fyrir sjónir sem fullkomlega eðlilegt framhald þess sem á undan var komið afþví höfundi fatast hvergi efnistök- in. Hitt er svo annað mál, að vitanlega kom Franz Kafka sem snöggvast uppí hugann, ekki vegna þess að stíll eða efnismeðferð minni á hann, heldur vegna hins að báðir höfundar hafa glöggt auga fyrir fjarstæðukenndum óútreikn- anleik mannlífsins. Spillvirkjar er mergjuð lýsing á kjörum lítil- magna í örbjargasamfélagi Islendinga áðuren nútíminn gekk í garð og því þörf áminning okkur, sem flest lifum við allsnægtir og hættir til að láta okkur sjást yftr, að enn er til stór hópur fólks á Islandi sem býr við ómennsk kjör. En sagan er ltka fróðleg könnun á öræfum mann- legs eðlis og þeim óræðu mörkum sem skilja á milli þess sem maður er og þess sem maður gæti 104 TMM 1992:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.