Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 105
en kaup karla haldist óbreytt þ.e. 300 kr. Krónu-
tölur hér eru réttar en mikið vantar á að vit sé í
frásögninni. Smjörlíkisgerðirnar voru ekki að-
ilar að þessu samkomulagi og fólkið þar hélt
sínu óbreyttu. Hvað aðra Iðjufélaga varðar voru
þetta þeirra fyrstu samningar og það er áreiðan-
lega rangt að kaup hafi lækkað. Hélst það í þó
nokkur ár að smjörlíkisgerðimar greiddu hærra
kaup en aðrar verksmiðjur.
Lokaorð
Vandséð er hvernig treysta megi öðrum köflum
ritsins í ljósi þessa. „Þörfin knýr“ er fyrst og
fremst lítt röðuð endursögn afmælisrita og
fundargerða. Þó svo taldar séu upp í heimilda-
lista nokkur þeirra fræðirita sem út hafa komið
um verkalýðshreyfinguna og þróun hennar
virðist höfundur þeim í meginatriðum ókunnur
eða telja sér þau óviðkomandi. Á bls. 51 virðist
þó svo sem höfundur sé að einhverju leiti ósam-
mála fræðimönnum og nefnir hún í því sam-
bandi Stefán F. Hjartarson. Alveg er þó á huldu
um hvað ágreiningurinn á að snúast og fjarar
þessi kafli út í markleysu líkt og svo margir
aðrir.
Bókin virðistekki hafa verið prófarkalesin og
úir og grúir af ambögum, beygingarvillum og
prentvillum. Á þeim 12 síðum sem um Iðju
fjalla taldi ég 21 prentvillu. Virðist svo sem
bókin sé einfaldlega skrifuð af fingrum fram án
tilraunar til skipulagningar eða kerfisbundinna
tilrauna til að leita svara. Allt er ritið flausturs-
legaunnið(hvaðert.d. „S.Þ. Rv. 1948“ ítilvitn-
anaskrá bls. 386?) og af lítilli virðingu fyrir
lesendum.
í bókinni er illa vitnað til heimilda og viðhorf
til þeirra er ótrúlega ógagnrýnið. Þá sjaldan
gagnrýni er hreyft byggir hún á innantómum
sleggjudómum. Er vandséð að af þessu riti megi
nokkurt gagn hafa og má raunar ganga lengra
og halda því fram að bókin geti verið varasöm
sem heimild eða leiðbeining.
Ingólfur V. Gíslason
Göldrótt örlagasaga
Egill Egilsson. Spillvirkjar. Iðunn 1991. 188 bls.
Það var einkennilega hljótt um síðustu skáld-
sögu Egils Egilssonar, Spillvirkja, á liðnum
vetri, nema hvað hún var ein af fimm bókum
sem tilnefndar voru til Menningarverðlauna
DV. Að vísu birtust um hana tveir blaðadómar,
sem hvorugur gerði henni verðug skil, þó annar
væri að vísu jákvæður. Ekki er mér grunlaust
um að nafn sögunnar kunni að hafa fælt ein-
hverja málvanda menn frá henni; að minnsta-
kosti kom það illa við mig. Hinsvegar hef ég
það eftir traustum heimildum að „spillvirkjar"
hafi verið og sé kannski enn góð og gild norð-
lenska, og þá verður vitaskuld að hafa það eins-
og hvert annað hundsbit, þó óneitanlega sé
orðmyndin ankannaleg og stangist á við ströng-
ustu málfræðireglur.
Hvað sem annars má um nafngiftina segja, þá
fer hitt ekki milli mála, að hér er á ferðinni
fágætlega hnitmiðað og magnað skáldverk sem
með ótvíræðum stflgaldri leiðir lesandann um
klungur þess örbirga og úrræðalausa umhverfis
sem þorri Islendinga bjó við frammyfir síðustu
aldamót. Omennsk harðneskja við menn og
málleysingja átti sér rætur í vægðarlausum um-
heimi valdníðslu og misréttis, sem uppvakti allt
það versta í mannlegu eðli: sérgæsku, umburð-
arleysi, tilfinningakulda, ástleysi og hrottaskap.
Um þessar óbyggðir innri og ytri niðurlægingar
ferðast lesandinn í fylgd höfundar sem af
glöggu innsæi og umtalsverðri orðkynngi slær
ýmist á strengi trega eða glettni, þannig að
nöturlegt og nálega óbærilegt lífshlaup sögu-
hetjunnar, Jóns Edilonssonar, verður með köfl-
um hinn furðulegasti skemmtilestur. Þetta
hárfína jafnvægi milli kankvísi og blóðugrar
alvöru er meðal þess sem gerir Spillvirkja eftir-
minnilega reynslu. Þau eru ekki ýkjamörg ís-
lensku skáldverkin á síðustu árum sem gengið
hafa jafnnærri mér tilfmningalega og þessi grá-
glettna lífssaga manns, sem hafði næstum allt á
móti sér þegar hann leit dagsins ljós: uppruna,
umhverfi, uppvaxtarmöguleika og lífsafkomu.
TMM 1992:2
103