Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 78
Svo er að sjá sem mörgum hafi þótt það mikið framfara- spor, þegar rás 2 var bætt við dagskrá útvarpsins. Um það má deila. bætt við dagskrá útvarpsins. Um það má deila. Að minni hyggju var tvímælalaust tímabært að útvarpið færði út kvíamar. En ég hef efasemdir um þá stefnu sem þar var mörkuð í dagskrárgerð. Ég hef efasemdir um að ríkisútvarp eigi að setja upp sérstaka dagskrárdeild sem keppir við lágmenning- arstöðvar um auglýsingatekjur. Ég skil að- stæður Ríkisútvarpsins sem býr við hinn eilífa opinbera íslenska tvískinnung í af- stöðu til menningarstofnana. Hann er fólg- inn í því að stjómvöld viðurkenna að slíkar stofnanir eigi tilverurétt, og séu jafnvel nauðsynlegar, en þau telja sér ekki skylt að sjá þeim fyrir fjármunum til að geta gegnt skyldum sínum með sóma. Þetta kemur greinilega fram í afstöðunni til Ríkisút- varpsins. Afnotagjöld þessarar fámennu þjóðar geta ekki staðið undir þeirri fjöl- breyttu dagskrárgerð sem krafist er, og allra síst þegar þau eru að auki skorin við nögl af hinum sömu stjómvöldum. Og því er Rík- isútvarpinu att út í kapphlaup um auglýs- ingar, sem er í raun andstætt grundvallar- hugmyndinni um ríkisútvarp, sem byggist á því að það sé óháð markaðsöflum. Þess vegna er dagskrá rásar 2 (eins og hún er nú) einnig úr takti við hugmyndina og hugsjón- ina um opinbert útvarp. Ég vil ekki að orð mín séu skilin svo sem ég sé að öllu leyti á móti léttmeti og popp- tónlist í ríkisútvarpi, en ég tel að hún sé nú alltof fyrirferðarmikil og alltof mikil áhersla á hana lögð, einkum og sér í lagi þar sem hún dynur á eyrum fólks úr mörgum öðrum útvarpsstöðvum allan liðlangan daginn. Á sama tíma dregur úr flutningi klassískr- ar tónlistar í Ríkisútvarpinu, og ég held að það sé ekki aðeins hlutfallslega. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé rétt að kanna grundvöll fyrir dagskrárrás er eingöngu flytti klassíska — eða eigum við að segja aðra tónlist en hreina afþreyingartónlist. Það er að minni hyggju í miklu meira sam- ræmi við eðli ríkisútvarps. En að vísu verð- ur um leið að gera þá kröfu til tónlistar- deildarinnar, að hún hugleiði betur en áður hvemig hún geti laðað fólk að slíkri tónlist. Það verður ekki bara gert með því að út- varpa henni athugasemda- og skýringar- laust. Með þessum hugleiðingum er ég að reyna . að koma því á framfæri að ég hef miklar efasemdir um skiptingu rásanna eins og hún er nú í framkvæmd. Vera má, að hún sé aðeins staðfesting á því sem þegar er orðið: að íslenska þjóðin sé ekki lengur ein menn- ingarheild, heldur tvískipt. Annars vegar þeir sem lesa bókmenntir, hlusta á klassíska tónlist, unna leiklist og fræðslu — og hins vegar þeir sem vilja einungis þá afþreyingu í frístundum sem einskis krefst af þeim. En sú var ekki hugsjón Magnúsar Jónssonar sem kallaði Ríkisútvarpið „andlega lyfti- stöng þjóðarheildarinnar“ — eins og fyrr er getið. Svo mikið er víst, að þessa skiptingu rásanna þarf að hugsa að nýju, ef Ríkisút- varpið ætlar sér að ná þeirri stöðu á ný að verða sameiningarmiðill þjóðarinnar. Það er vitaskuld unnt með vel hugsuðum sam- tengingum — en jafnframt með því að snúa að þeirri grundvallarspurningu hvert eigi að 76 TMM 1992:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.