Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 100
mannlega tilvistarefa. Spurt er: hvað vil ég með lífinu, hvaða leið á að velja, hverju að hafna o.s.frv.? Markmiðið með ferðalaginu er að finna sína réttu leið. Spumingin er bara hvort við höldum ekki sífellt áfram að koma að krossgöt- um. Sjálfsleit Ijóðmælandans er knúin áfram af lífsþrá. Hún stígur því út í dans sögunnar, kval- anna, ástarinnar og efans. Alls þess sem hefur leitað á manneskjuna í gegnum aldirnar. Hún skapar sjálfa sig að nýju með því að ganga inn í óreiðu tímans og verða hluti af sögunni. Um leið rennur hún saman við hinn eilífa, sískap- andi kraft náttúrunnar. Konan reynir að virkja þennan mátt til sköpunar. Máttur konunnar liggur ekki í heimi dagsins. Þeim heimi tilheyra húsið, börnin, elskhuginn, skyldustörf og hin daglega lífsbarátta. Það er í heimi næturinnar, hins forboðna, sem sköpun- armátturinn flæðir. Þar em orðin veidd, konur elskaðar, þar geisla lendamar stinnu. Konan virkjar þar mátt sinn með erótískum krafti „komdu / finndu blossann / í líkama þeirra / í líkama mínum / blossann sem geymist / í and- artakinu / alltaf‘. Blossinn tengist frjósemi lendanna — þar á sköpunarmáttur kvennanna upptök sín. Frjósemin er hluti af náttúruhring- rásinni og um leið hluti af þeim krafti sem liggur allri sköpun að baki. Ástin er það afl sem leysir sköpunarmáttinn úr læðingi. Þessi ást sem ákallar, krefst fóma og sjálfsleitar er ást milli kvenna. Elskhugarnir eru hinsvegar andlitslausir og em ýmist farnir eða sofandi. Þeir ríkja í heimi dagsins og standa því mjög líklega fyrir afl dauðans — doðann sem heldur sköpuninni niðri. Látna konan, sem verður þess valdandi að ljóðmælandi bókarinnar leggur af stað í ferð sína, elskar of mikið til að liggja í gröfinni. Hún minnist þess þegar hún var enn á lífi og konan sem nú lemur steðjann við blámálaða húsið kom til hennar, kyssti hana, fór höndum um líkama hennar og kveikti ást hennar. Hún vill að þær stígi saman á ný lífsvalsinn mjúka í fjar- lægðina handan allra læsinga og skráa. Hún manar hana til að leggja frá sér steðjann og hætta að smíða lykla að húsi sem löngu er hmnið. Hún vill að hún kasti hefðinni, fortíð- inni, þori að vera til. Hún hvetur hana til að bregða yfir sig huliðshjálmi aldanna og fljúga fijáls á vit ástarinnar: veltu þér í döggvotu grasi klakahallarinnar þar sem vegvilltar konur gefa tunglinu nekt sína og vökva hver annarri fullnægju ástarinnar hver annarri mínútuna sem lifir gærdeginum áhyggju morgundagsins vertu heit í klakahöllinni hafa vegvilltar konur gefið hver annarri ást í gegnum aldirnar. Þetta em konur sem hafa villst af leið vanans inn í heim nætur. Þær spegla sig í hverri annarri og læra þannig að þekkja mátt sinn og megin. En konan í hús- inu heyrir ekki þessi köll ástarinnar. I stað þess reynir hún (eða ljóðmælandinn) að finna sína eigin leið. Hún leggur af stað undir gömlu tungli á vit sléttunnar löngu. Leitin að sléttunni löngu Konan velur sína eigin leið en gengur þó í raun troðnar slóðir. Ferðin er ekki skipulögð hjá henni heldur er galdrahugsunin þar enn að baki. Hún rennur saman við flæði tímans. Þegar lagt er af stað í ferðalagið þarf maður að vera tilbú- inn að kafa djúpt — fara alla leið til upphafsins (hvar svo sem það nú er). Við fylgjum konunni niður í heim goðsögunnar. Þar bíða hennar próf- raunir. Hún þarf að komast framhjá dvergnum með ungmeyjarbrosið og menið um hálsinn 98 TMM 1992:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.