Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 42
grófum dráttum sammála um þróun í skáld-
sagnagerð níunda áratugarins. Grein mín er
sprottin af annarri sýn á þetta tímabil.
II
Hægt væri að brjóta heilann talsvert um það
hversvegna módemisminn var ekki nema
um áratug í fyrirrúmi íslenskrar sagnagerð-
ar, þ.e.a.s. sem áberandi andófsafl. Kannski
má teljast eðlilegt að um hafi hægst og
menn reynt að átta sig á hvað breyst hefði
með verkum eins og Astum samlyndra
hjóna (1967), Leigjandanum (1969), Him-
inbjargarsögu eða Skógardraumi (1969),
Ópi bjöllunnar (1970), Lifandi vatninu —
(1974) og Djúpinu (1974). Vera kann að
höfundar þessara verka hafi á ýmsan hátt
ofboðið íslensku lesþoli, ögrað því um of.
Kerfið hafði ruglast, eins og segir í Önnu
Guðbergs, og þótt það kynni að hafa snúist
í „margbrotinn skáldskap“ fannst líklega
mörgum óþarft að velta vöngum yfir því,
vegna þess að hann hlyti að standa „fastur
í hænuhaus lesandans.“3
Það er kannski ekki fyrr en á allra síðustu
árum að ljóst hefur orðið hversu afdrifarík
þessi umbrot voru fyrir íslenska sagnagerð.
Meðal verka þeirra fjölmörgu skáldsagna-
höfunda sem komið hafa fram á sjónarsvið-
ið eftir blómaskeið módemismans er að
mínu mati mest spunnið í skáldsögur sem
bera merki skapandi endurmats á form-
gerðarbyltingunni og vakandi vitundar um
hana. Þá hef ég í huga verk eins og Tíma-
þjófinn eftir Steinunni Sigurðardóttur
(1986), Hringsól Álfrúnar Gunnlaugsdótt-
ur (1987), Skuggabox Þórarins Eldjárns
(1988), Eg heiti ísbjörg, ég er Ijón eftir
Vigdísi Grímsdóttur (1989), Svefnhjól
Gyrðis Elíassonar (1990), og Meðan nóttin
líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur (1990),
og er þá ekki allt talið. Ég er ekki að tala um
„áhrif“ formbyltingarmanna á þessa síðast-
töldu höfunda (sem auk eigin frumleika
gætu allt eins hafa sótt örvun til erlendra
bókmennta), heldur hafa þessir höfundar
kannað það rými sem íslensku skáldsög-
unni opnaðist á síðari hluta sjöunda áratug-
arins.
Með þessu er ég ekki að segja að nýir
höfundar hafi verið einir um slíkt fmm-
kvæði. Því það hefur verið spennandi að
fylgjast með þróun formbyltingarhöfund-
anna og sjá hvemig þeir hafa endurmetið
jafnt sagnahefðina sem eigin byltingu. Af
skáldsögum þessara höfunda frá síðastliðn-
um áratug má nefna / sama klefa (1981),
Hjartað býr enn íhelli sínum (1982), Frosk-
manninn (1985), Grámosinn glóir (1986),
Náttvíg (1989) og Gunnlaðar sögu (1987).
III
Bókmenntasaga samtímans er mótsagna-
kennt fyrirbæri; söguleg fjarlægð er lítil,
gildismat taumlausara en ella og því eðli-
legt að skoðanir séu skiptar. Til að standast
verður slíkt mat þó að byggjast á almennum
einkennum sem hægt er að benda á og færa
rök fyrir. Gísli Sigurðsson telur að í íslensk-
um sagnaskáldskap frá 1980 til 1990 megi
sjá tilfærslu „frá formi til frásagnar"4 og
fagnar því að höfundar séu „aftur famir að
segja lesendum sínum sögur“ (bls. 71).
Hann samsinnir í þessu sambandi sjónar-
miðum sem fram koma í grein Halldórs
Guðmundssonar, sem talar um „blindgötu
módemismans“ (án þess að ljóst sé hver
hún er) og segir „afturhvarfið til frásagnar-
innar [vera] eitt megineinkennið í íslensk-
um bókmenntum síðasta áratugar."5 Þeir
40
TMM 1992:2