Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 111
enda svo á að flækja lesandann kyrfilega eins og flugu sem kóngulóin, vefarinn Sjón gæðir sér á. Engill, pípuhattur og jarðarber er nær- tækasta dæmið þar sem ógerlegt er að gera upp við sig hvort um hliðarverkun er að ræða milli þeirra tveggja heima sem birtast í bókinni, eða hvort hún gangi í hring eða bara beint áfram, eða bara eitthvað. Skýin eru þó fyrst og fremst ljóðabók en ekki skáldsaga (!), ljóðabók með sterkum heildar- svip sem veldur því að ljóðin brjótast út úr þeim innhverfa „lokaða“ heimi sem ljóð tilheyra oft, þéttar vísanir milli ljóða með hjálp titla og mynda skapa ákveðna veruleikatilfinningu, heimsmynd, eða kannski helst heimssýn, því Sjón byggir mikið á sýninni, augunum. I stað þematískra tenginga eru myndrænar tengingar, ljóðin myndhverfast hvert inn í annað, þó sömu þemu komi upp aftur og aftur eru það myndirnar sem tengja ljóðin saman fyrst, síðan er þemað spunnið áfram. Fölgrænn himinn Ljóðasafnið Drengurinn með röntgenaugun ávann Sjóni titilinn neðansjávarskáld. í Stálnótt kom Johnny Triumph á fullri ferð upp á yfír- borðið og Engillinn bar hann upp til himna. Hafið gleymist Sjóni þó aldrei, og það sem hann man um skýin er að þau voru neðansjávar líka. Ljóðið „(maður)(lifandi!)“ (25) er neðansjáv- armynd þar sem ljóðmælandi liggur á hafsbotni í skugga vatnsins „í skugga einhvers/sem varp- ar ekki skugga“, sýnin er skert „annað augað er sokkið". Hákarl syndir um andlit mannsins og „gráðugt hádegið/eltir hann inn í höfuðið“, snöggvast bregður þarna fyrir mynd af eyðingu líks í vatni. En hér er ekkert lík, maðurinn er lifandi og hann vex „ég vex ég vex“ og bráðum rís hann upp og teygir höndina „að húsi í hjarta borgarinnar", opnar þakgluggann og hlustar á „vatnið sem gutlar“. Mörk sjávar og sveita rofna þarna og renna saman, skugginn skugga- lausi gæti allt eins verið himinninn, hádegið fylgir sólinni sem er jú á himninum, borgin er himinsjávarborg og þar svamla jafnt hákarlar og hádegi. “(ég vex)(ég vex)“ (15) er reyndar titill á ljóði framar í bókinni þar sem einnig á sér stað hin fjörugasta blöndun. Enn virðist myndin neðan- sjávar, allavega er vísun titilsins sú, en hér er á ferðinni stórkost(u)leg speglun í randaflugu; sem er „suðandi/á fölgrænum himni“. Fölgræni himinninn er hafið, en hlutir speglast ekki ofaní því, á yfirborði þess, heldur uppúr því, gegnum yfirborið yfir á maga randaflugunnar sem sveimar suðandi um með reipisstiga í fartesk- inu. Neðansjávar er torg og lampar þess festast á fætur og fálmara flugunnar, og kaffihúsin við torgið speglast á hvolfi á kviði hennar. Svona lítur ljóðið út án mín: (ég vex) suðandi á fölgrænum himni yfir torgi milli sólseturs og kvölds með lampa á fálmurum og fótum og uppljómuð kaffihús á hvolfi eftir röndóttum kviðnum [. .. ] Síðan lifnar kyrrstæð myndin, og ljóðmælandi stígur fram og út úr ljóðinu: [. . . ] með stiga úr reipi sem flugumenn köstuðu niður á torgið ljósormar vörðuðu leiðina upp einn við hvert þrep og ég fór (ég vex) Ljóðmælandi rís upp og vex út úr myndinni sem er smækkuð niður á líkama einnar býflugu. Myndin sýnir mörk hafs, himins og lands skarast, tímasetningin er „milli sólseturs og kvölds“ og er því líka mörk. Ljóðmælandi fer svo út fyrir mörkin, eða eiginlega upp úr þeim, upp fyrir þau. TMM 1992:2 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.