Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 37
að hengja eitthvað á snúruna. Þegar hún nálgast, kemur í Ijós að þetta eru
dökk karlmannsföt. Auk þess gat hún ekki betur séð en að Kolfinna væri
orðin býsna þykk um sig miðja.
Þessi fregn kom róti á hugi fólks um stund, svipað því þegar vindur
gárar lognkyrrt vatn. En þetta var aðeins hviða — og brátt fengu menn
um annað að hugsa. Skip var komið af hafí.
Danmerkurfarið Anne Christine hafði varpað akkerum um nóttina, og
lá nú úti á víkinni í gráma morgunsins; menn höfðu ekki átt von á skipinu
svona snemma, en þama lá það samt, svart á skrokkinn með felld segl,
og yfir því sveimuðu útverðir byggðarinnar og buðu það velkomið með
miklu gargi.
Hvað var það sem ekki breyttist í þessu þorpi við slíka skipskomu?
Himinninn varð blárri, torfbæimir reisulegri, og hugsanir fólksins sem
venjulega snerust í tilbreytingarlausa hringi, losnuðu úr viðjum og ungir
sem aldnir þustu niður á pláss til að taka þátt í ævintýrinu. Flestir
verkfærir menn komust í uppskipunarvinnu, og þeim sem fengu að
handleika varninginn niðri í lestinni fannst þeir vera komnir til útlanda.
Sláturtíðin var alla jafna ekki minni hátíð í augum þorpsbúa, en á
þessu hausti varð skipskoman beint ofan í hana, sem var líkast því að fá
hvítasunnuna á páskunum; mönnum fannst hálft í hvoru að þeir hefðu
verið hlunnfarnir, en drógu þó ekki af sér við að salta blessuð heiðalömb-
in niður í tunnur, sem síðan var rennt ofan í magann á galeasinum Önnu
Kristínu.
Dag einn mitt í öllu þessu ati birtist svo Kolfinna Sveinsdóttir uppi í
Damsverslun. Erindi hennar var að kaupa sitthvað smálegt til sláturgerð-
ar. Búðarmönnunum varð vægast sagt starsýnt á hana, en hún virtist ekki
láta það mikið á sig fá, nema hún var kannski venju fremur stutt í spuna,
en hvemig sem þeir einblíndu á Kolfmnu, gátu þeir ekki séð að þar færi
barnshafandi kona.
Eftir þetta fór Kolfinna ferða sinna í þorpinu eins og ekkert hefði í
skorist, og það rann upp fyrir fólki, að ætti hún bam í vændum, myndi
það barn ekki líta dagsins ljós á þessu hausti; ekki á þessu ári.
Hér slaknar á þræðinum í frásögn vorri, vegna þess að nú fóru í hönd
langir, viðburðasnauðir tímar hjá söguhetjunum — að minnsta kosti að
því er séð varð í hinu ytra — en ekki nóg með það, heldur virtist allt
þorpið vera haldið einhverskonar doða; dagamir hrönnuðust upp, til-
TMM 1992:2
35