Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 109
sjöundu hæðar“ (43) sem ég held að hefði,
miðað við stemningu og stefnu bókarinnar, átt
að vera síðasta ljóðið. „Snjókoma“ er allt of
veikt lokaljóð í bók sem að öðru leyti er í innra
jafnvægi, býr til óvenjulega persónulegt sam-
hengi og verður manni furðulega náin frá fyrsta
lestri.
EinarÖm, félagi Sykurmoli, hefurgert kápu-
mynd sem fellur algerlega að bókinni. Virðist
fljótt á litið einföld (bamsleg mynd af húsi með
glugga, dymm og strompi) en þar getur allt
gerst ef nánar er gáð: Fjöll standa á haus, sól
kemur upp undir tindum, stórborg undir vanga
á manni, fiskar á þurrn landi, augu úti. Vel
hugsað.
Það er einkennilegur blómi í ungri, íslenskri
ljóðlist um þessar mundir, ekki síður en um
1960 þegar Jóhannes úr Kötlum notaði þau orð
fyrst. En ólíkt ungskáldum þá, sem vildu brjót-
ast út úr því sem þeim fannst vera læst orðabúr
atómskáldanna og ná til fjöldans, eru ungu
skáldin núna hæstánægð með að vera á fámenn-
um báti. Bókin er hið nýja átrúnaðargoð hinna
læsu, og þeir sem lesa nýjar ljóðbókmenntir em
í fínum forréttindaklúbbi. Ungu skáldin em
stolt af að vera heiðursfélagar í þessum klúbbi
og senda hvert öðm ljóðskeyti í bókum sínum
til að undirstrika sérstöðuna. Bragi tileinkar
Degi Sigurðarsyni ljóð í Ansjósum, forystu-
manni hins nýja blóma um 1960, líka Gyrði
Elíassyni, fremstum meðal ungskálda, sem ger-
ir talsvert af þessú sama í nýju ljóðabókinni
sinni, og Sjón, skáldi og sjónhverfingamanni.
Skáld hafa auðvitað alltaf kallast á gegnum tíma
og rúm, ort hvert til annars, ort um önnur skáld,
vísað til eldri ljóða margvíslega. En þetta er
dálítið sérstakt, einhvem veginn kumpánlegt,
einkalegt. Þó að vel takist til hjá fmmlegum og
skemmtilegum skáldum eins og Gyrði og Braga
má gæta sín á að þetta verki ekki útilokandi á
lesendur.
Silja Aðalsteinsdóttir
I
Augu lesandans
Sjón. ég man ekki eitthvað um skýin, Mál og menn-
ing 1991.43 bls.
Eg man ekki eitthvað um skýin er fyrsta opin-
bera ljóðabók Sjóns eftir nokkurra ára ljóðahlé,
sem skáldið notaði til að skrifa skáldsögur og
leikrit. Skýin eiga ættir sínar að rekja til óopin-
berrarafmælisútgáfu árið 1988, nótt sítrónunn-
ar, sem Sjón gaf gestum í afmælisgjöf á afmæli
sínu það ár.
Skýin eru um margt líkari skáldsögum Sjóns
en eldri ljóðum hans, eða öllu heldur koina þau
í beinna framhaldi af skáldsögunum tveimur, í
bókinni gætir prósaískrar ögunar og heildar.
Líkt og í skáldsögum sínum Stálnótt og Engli
pípuhatti og jarðarberi er Sjón sjálfur viðstadd-
ur í ég man ekki eitthvað um skýin, hann er þó
eiginlega sögupersóna fremur en ljóðmælandi,
eins og hann var sögupersóna í skáldsögunum.
Ekki gerir það bókina endilega persónulegri eða
einlægari þó að þau undur gerist að skáldið stígi
fram á fremstu síðu og krefjist meðvitundar
lesandans um sjálft sig, útlit sitt:
(ég vil að þið sjáið mig fyrir ykkur:
dökkt hár og fölt andlit. lítil augu
bak við sólgleraugu og rauðar varir
luktar um suðuramerískan vindil.) (Bls. 5 og 42).
Þannig lítur sögupersónan Sjón út í skýjunum. í
Stálnótt (1987) var hann Johnny Triumph (Jón
Sigur, Sigur-jón) og leit svona út:
Langur og grannur, dökkhærður, snöggklipptur,
[... ] klæddur svörtum jakkafötum og þvældri
blúnduskyrtu [... ] og skómir úr leðri, sígildir og
támjóir
Og í Englinum (1989) var hann skuggi (af Steini
og Steinn):
Grannur með hátt enni og þunnar varir og litla
höku og dökk gleraugu.
Þessi leikur Sjóns með nálægð sjálfs sín í bók-
TMM 1992:2
107