Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 101
(Brísingamen?). Það er eitthvað rotið og hroll- vekjukennt við þennan dverg. Hann tælir til sín saklausar ungmeyjar og drekkur blóð þeirra til að halda sér ungum og ferskum. Hann reynir að lokka ljóðmælandann til sín en hún lætur ekki gabbast. Hún vill ekki láta breyta sér í rós. Ekki láta gera úr sér mynd. Til þess fór hún ekki í þessa ferð. Hún selur ekki ást sína (lífsvökva sinn) eins og Freyja gerði til að komast yfir Brísingamen. Næst fer hún um sléttuna löngu. Og þá er hún nakin, hvergi er fíkjublað í nánd. Hér er greini- lega vísað til sköpunarsögunnar. Hér hverfist allt um allt. Hér iðar allt af lífi. Hún upplifir þjáninguna, sér dauðann í sinni hryllilegustu mynd. Veðurbarin börn og maður verða úti á snjóþungri heiði og æpandi konur sviptar tung- unni (möguleikanum til að tjá sig) og brjóstun- um (kvenleikanum) kasta sér lifandi á bál. Hún endar svo á „köflóttu“ einstigi orðanna. Svartir hamrar hvelfast þar um kring og orðin eru augnaperlur, sem varpa ljósi á fyrsta kafl- ann. Sá kafli varpar ljósi á þann næsta og þannig gengur það frá kafla til kafla. Konuna hefur dreymt um að skapa orð og nú fær hún loks aðgang að hinum hulda heimi orðanna „Nú gefst mér / sá kraftur / að skoða öll orðin / glitrið og endurkastið“. Þama er sannarlega gott að villast en þetta er þó ekki hennar heimur frekar en heimur hinna vegvilltu kvenna. Konan veit að hún hefur verið þarna áður og að merking orðanna mun alltaf fylgja henni. En þrátt fyrir að orðin logi og glampi í lófa hennar þá gerir hún sér grein fyrir að þau eru ekki hennar eign. Það væri sjálfsblekking að reyna að sannfæra sig um að hún heyrði til þessum heimi. Henni ber ekki að vera hér. Eg þekki stíginn ég sé það núna dagsljósi líkast að ég hef verið hér áður verið hér oft og þó aldrei samt var hér ömggt að ganga þótt orðin væru ekki mín merkingin ekki (...) ég veit að ég villtist veit að ég villist ekki ffamar mér ber að víkja af vegi (...) Hér em einungis ungir ernir með orður og bæk- ur í hverri kló. Þetta eru konungar loftsins. Karlpersónur sem em bornar til frelsis. Þeir þurfa ekki að gegna skyldum hversdagsins. Konan hefur hinsvegar skyldum að gegna. Heima bíða hennar böm og elskhugi. Hún hefur dvalið um stund í heimi ástar og orða. Henni finnst þó greinilega að sá heimur sé ekki verð- ugur allra þeirra fóma sem hann krefst því hún hverfur til baka inn í kunnuglega vökuna. Hvað fæst svo með þessu ferðalagi? í fljótu bragði virðist sem hún hafi sætt sig við hlutverk sitt. Hún hamrar nú steðjann og leitar einskis framar. Eða hvað? Olgar ekki efinn undir niðri? Er ekki niðurstaðan sú að turn efans verði aldrei umflúinn? „Ég er önnur en þó enn sú sama . . .“ Ljóðabálkur Vigdísar Grímsdóttur minnir á fljót sem vex og dvínar en heldur þó áfram að streyma endalaust. Textinn er aldrei samur. Að lenda inni í þessum dísarseið er eins og að villast um einstigi geislandi orða, sem tilheyra manni ekki en láta þó engan ósnortinn. Það er helst út á bálkinn að setja hvað hann virðist vera óvenju háður stemmningu þess sem les. Maður verður að nema röddina sem hljómar í honum. Annars er ferðin til einskis farin. Seiðnum er lokið. Eða hefst hann kannski um leið aftur? Röddin hljóðnar aldrei. Hún heldur áfram að kalla til ásta, til lífs, til ljóðsins. Og í þetta sinn er það ég sem nem hana. „Enn heyri ég rödd þeirrar / hvítklæddu. / Hún er ákall til mín. / Eg hlusta (...)“. Álfrún G. Guðrúnardóttir TMM 1992:2 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.