Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 85
Hrafns á menntaskólaárum, en í þeim köfl- um sem tengjast Sigurði, föður Kjartans, og Hrafni á fullorðinsárum ríkir víða kyrrlát, angurvær stemmning sem er sköpuð með taktföstum endurtekningum: Þegar hann var kominn heim sagði eng- inn neitt. Þegar hann kvaddi sagði eng- inn neitt — Þau sögðu vertu sæll og guð blessi þig en þau sögðu ekki neitt. (43) Hann gekk marga götu margt kvöld og í margs konar veðri. (61) (...) ekkert er öðrum að kenna, ekkert er öðrum að þakka, ekkert kemur öðrum við. (77) Hvort sem stíllinn er hraður og djassaður eða myndar tregafulla ljóðrænu er hann ætíð fylltur af taktföstum hljómi sem gæðir textann ákveðinni einlægni og mýkt um leið og hvarflað er í átt að tilfinningasemi. En öðru hvoru er líkt og Guðmundur Andri hætti að treysta þessari gáfu sinni, þessum styrk sínum til að halda trúnaðar- sambandi við lesandann og hann vrkur frá hinni lýrísku frásagnaraðferð, velur sam- talsleiðina. En einmitt þar býr veikleiki hans sem skáldsagnahöfundar. íslensk samtalshefð á upphaf sitt í fom- sögum þar sem menn leitast sífellt við að hafa betur en viðmælandinn og sanna and- lega yfirburði sína með því að tala í spak- mælastíl. Laxness sótti óhikað fyrirmynd í þessa hefð en yngri höfundar hafa kosið að víkja frá þessari dramatísku og nokkuð yf- irspenntu aðferð og leitast við að gæða sam- töl hversdagslegum trúverðugleika. í þau fáu skipti sem íslenskir rithöfundar af yngri kynslóð kjósa að leiða persónur fram á svið og leyfa þeim að tjá sig í orðum verður yfirleitt trúnaðarbrestur milli les- anda og persóna. Þessum höfundum hentar ekki að byggja á sviðsetningum eða beinum samtölum. Hæfni þeirra sem rithöfunda byggir í ríkum mæli á því að láta sögur sínar gerast í stílnum að hætti Péturs Gunnars- sonar. — Jú jú. Þú hefur alveg rödd. En þú hefur aldrei getað sungiðl — Nei. — Af hverju ekki? — Ég veit það ekki. — Skrýtið, sagði ég. — Já skrýtið, sagði hann. (Islenski draumurínn, bls. 123) Þetta er hið dæmigerða íslenska samtal í nútíma bókmenntaverki, hvorki verra né betra. Það er í hinum tíðindalitla „jamm og jæja, það er nú svo“-stíl og varpar engu ljósi á persónur eða atburði. Það kann að vera að einmitt þessi veik- leiki ungu rithöfundakynslóðarinnar sé það sem helst kemur í veg fyrir að persónusköp- un verka þeirra verði svo kraftmikil að per- sónur verði eins og kunningjar lesenda. Þó má segja að Einar Kárason hafi tekið að sér að bæta fyrir brot kollega sinna. Einar kann þá list að láta persónur lýsa sér í orðum sínum og persónugallerí hans í Eyjabálkn- um er vísast það fjölskrúðugasta sem við eigum í einu bókmenntaverki síðan Lax- ness lagði frá sér pennann. Persónusköpun í verkum flestra annarra yngri rithöfunda hefur í miklum mæli verið unnin í gegnum stílinn. Það er hann sem myndar tengsl milli persóna og lesenda, fremur en orð persóna og athafnir. Og þó volduga persónusköpun kunni að skorta er þessi aðferð ágætlega til þess fallin að vekja samúð lesanda með persónum. Lesandinn TMM 1992:2 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.