Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 108
hug sinn allan; og stundum, einkum í prósa- ljóðunum, gerir hann akkúrat þetta, segir okkur sögu, miðlar okkur reynslu sem oft er framandi en þó gamalkunn, eins og þegar hann lýsir því hvernig það er að kaupa sér föt í borginni Zagr- eb(10). Til að öðlast kjark til að kaupa sér ódýr en falleg jakkaföt í borginni Zagreb þarf að eiga önnur og hrein fyrir. Að versla er ekki öllum gefíð. Þegar borin er upp spuming um ákveðna stærð er ekki endilega ljóst hvað við er átt því mælieiningar em eins margar og fólkið. A meðan afgreiðslukonan notar óskiljanleg orð yfir jafn sjálfsagða hluti og buxur og jakka og magra líkamsbyggingu, horfi ég út um gluggann. (...) Og ljóðið endar á þessari heimspekilegu hugsun í anda Stefáns Harðar: „En eftir að hafa klæðst fötum frá ákveðnum stað er maður ekki lengur á sama stað.“ Oftar er trúnaðartónninn þó blekking, tælir rnann inn í ljóð, lætur mann halda að þar rati maður um allt og svo villist maður og kemst ekki út. Það er sérkennilega súrrealískur blær á prósaljóðinu „Ansjósur“ (15) þó að þar sé, að því er virðist, sagt ótvírætt frá ákveðnu atviki, og málfarið er upphafið eins og á hátíðlegri þýðingu frá fyrri hluta aldarinnar: „Ég kannast við yður herra. Það var áður en ég hóf hér störf að ég sá yður borða hér. (...) Vegna þess hve tónlistin var lágt stillt það kvöld, heyrði ég til yðar þegar þér pöntuðuð matinn og svo aftur þegar maturinn var kominn á borðið. (...)“ Ennþá villugjarnari er heimur ljóða eins og „Um fetjumann“, „Bíóferðin“ og „Hin ósýni- legu“, en alltaf er tónninn sá sami, hlýr, feimn- islegur, stundum afsakandi. Blekkjandi á óvæntan og vekjandi hátt þegar best tekst til. Eins og sjá má á dæmunum hér að framan er ljóðmál Braga yfirleitt óbrotið. Þar eru oft sögð mikil tíðindi á sjálfsagðan hátt eins og skáldin eru þekkt fyrir í Suður-Ameríku. Margræðni ljóðanna nær hann ekki með viðlíkingum, ágengum myndhverfíngum eða langsóttum lýs- ingarorðum heldur tærum einfaldleika. Frá- sagnir ljóðanna eru í beinum myndum og vísa þá fyrst út fyrir sig eða birta lesanda aðra merk- ingu þegar hann kýs það. Samanber fyrsta Ijóð- ið, „Smyrsl“ (hér að ofan), þó að önnur lína þess bendi á leið. En frá þessu eru undantekningar. Til dæmis er gengið inn í fortíðina eins og hús í ljóðinu „Fortíðin“ (26): Forstofan: inngangur að sögu greinamerkjalausri og nokkum veginn óhæfri til lestrar. Gestasalemið vekur manni óhug því hvað er þar að finna? Er það nothæft sem hreinlætisaðstaða? Innri herbergi hýsa mánuði ár og önnur verðmæti. Stofan meðal annars viðtalsbók við Tómas. Hér hafa ófáir lært að koma öðmm á óvart og svona lítur fortíðin út; alltaf jafn gaman að koma og hreyfa ekki við neinu; leyfa sígarettunum í silfursknninu að þoma. Hinu skjálfhenta samhengi að gera portrett af sér. Langmest er um hefðbundin skáldleg tilþrif í ljóðinu langa sem heitir „Spiladósin“ (35-39), torræðu ljóði og að ýmsu leyti ólíku öðru í bókinni. Þar eru eftirminnilegar líkingar; menn sem bíða aðgerðalausir eftir lukkunni standa „tómhentir eins og gluggalausar vöruskemm- ur“; og talað er um hið „blómlega gróðurleysi" verslunargatna! Fjarlægari eru hinir „glaðbeittu klósettfingur“ eða „hinn sjóblauti bænahern- aður“, og ljóðið í heild er ekki eins gott og það er langt. Áður var sagt að list Braga væri að segja flókna hluti blátt áfram. Kannski er hann hér að segja mjög hversdagslega hluti úr því hann grípur til flókinna orða og líkinga. „Spiladósin“ er seint í bókinni og þar finnst mér hún slappast dálítið, fyrir utan „Hótellykil 106 TMM 1992:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.