Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 45
veru, tungumáls og umhverfísmyndar getur af sér átakamikla formgerð sem ögrar les- anda. Þetta gerist þó á sérstakan hátt hverju sinni og því fer fjarri að þetta séu allt mjög líkar bækur. VI Að sjálfsögðu er sköpun ögrandi formgerð- ar engin trygging fyrir góðu skáldverki, en þessi verk eru dæmi um að slík nýsköpun hafi útfært og endurnýjað list skáldsögunn- ar. Ég furða mig því á þeirri skoðun Gísla Sigurðssonar að „Hringsól Álfrúnar Gunn- laugsdóttur [hafi] verið ofmetið á þeim for- sendum að það sé gott í sjálfu sér að flækja formið og gera tilraun til að hræra öllum söguþræði saman“ (76). Ég hef hvergi séð dæmi þess að sagan sé ofmetin á slíkum forsendum. Gísli bætir því við að saga Álf- rúnar „hafi miklu fremur heppnast þrátt fyrir þessar flækjutilraunir, vegna þess að henni tekst að sveigja þær undir heildar- hugsun bókarinnar“ (76). Keimlíkt viðhorf til Gunnlaðar sögu Svövu Jakobsdóttur kemur fram í ritdómi Péturs Gunnarssonar um þá bók. Hann finnur að því að „hof- gyðjukaflamir“ orki á hann eins og „truflun í æsilegri sögu“ og að hann hafi þurft að „klóra sér í kollinum og marglesa efni sem stendur alveg fyrir utan söguþráðinn“; ekki sé hægt að biðja skáldsögulesanda um slík- an „greiða“: „Hér er einfaldlega komið að hinum heimsfrægu takmörkunum skáld- sögunnar.“9 Ef allir höfundar hefðu numið staðar við þessi landamæri, þá hefðu ekki til orðið mörg þeirra verka sem nú teljast stórvirki í skáldsagnagerð aldarinnar á Vesturlöndum. Gísla og Pétri yfirsést hvernig formgerð umræddra verka myndar grundvallarþátt í merkingarsköpun og heildarhugsun þeirra, kannski vegna þess að þeir eru svo upptekn- ir af að ímynda sér einhvem „almennan“ lesanda sem er alltaf á fömm; sem leggur frá sér söguna jafnskjótt og hann fær ekki greiða þjónustu hjá henni. Ekki verður bet- ur séð en að þeim „hænuhaus lesandans“ sem Guðbergur spaugar með í Önnu sé þarna skákað fram í fullri alvöru. Það eru sem betur fer til allskonar lesendur. Ef ævinlega hefði verið tekið mið af þeim lesendum einum sem aldrei vilja sleppa taki á hinum heimsfræga söguþræði, þá er ég hræddur um að ekki hefðu komið fyrir sjón- ir manns fjölmargar skáldsögur sem sæta tíðindum í íslenskri bókmenntasögu síð- ustu áratuga. Þær skáldsögur undanfarinna ára sem ég hef nefnt sérstaklega eru líklega ekki meðal þeirra sem auðlesnastar teljast. Sumar þeirra em raunar lítt „aðgengilegri" en sög- ur módernismans fyrir tveimur áratugum. Samt virðast þessar bækur hafa eignast marga lesendur. Skyldi „kerfíð“ hafa breyst og þeim lesendum fjölgað sem skemmta sér við fleira en „söguna“ (í þröngum skilningi þess orðs), eða kannski einmitt við það að taka skapandi þátt í þeirri tilurð sögu sem á sér stað við lestur?10 Ef sú er raunin er jafnframt ljóst að staða módernismans í skáldsagnagerð hefurbreyst; ef til vill hefur hann unnið sér vissan þegnrétt í bók- menntakerfinu, rétt eins og módernisminn í ljóðlist gerði á sjötta og sjöunda áratugn- um. Auk þeirra verðleika sem þær búa yfir hver um sig, eru það áðumefndar skáldsög- ur öðrum fremur sem unnið hafa úr mögu- leikum íslenskrar sagnalistar og jafnframt hafið skáldsöguna úr þeirri lægð sem hún féll í á síðari hluta áttunda áratugarins. Og TMM 1992:2 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.