Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 81
Kolbrún Bergþórsdóttir
Að búa hugsun sinni
listrænan búning
Þankar um nokkur ný skáldverk
Núna er svo komið að innihaldsleysið æpir á
mann sé opnuð íslensk skáldsaga; það vantar
í þær fjandskap, ögrun, áleitni, ofurlítið of-
stæki — svona eins og þær skipti máli.
Matthías Viðar Sæmundsson
(Teningur, haust 1991)
Rithöfundar þurfa að skrifa vel og hafa
húmor. Svo einfalt er það.
Gísli Sigurðsson (TMM 1992:1)
Svo mikið er víst að Zola er dauður og ekki
afturgenginn í íslenskri rithöfundastétt.
Þeir eru til sem segja það miður og byggja
þá á kröfu eða ósk þess efnis að rithöfund-
urinn sé róttækur þjóðfélagsskoðandi, af-
hjúpi yfirborð og kryfji meinsemdir. Geri
hann það ekki er hann talinn hafa hlaupist
undan merkjum, varpað frá sér ábyrgð og
tekið að sér léttúðugt en þægilegt hlutverk
skemmtikraftsins. Þetta sjónarmið byggir á
einsýnni kröfu sem lögð er til grundvallar
skáldskapariðkuninni og þar kann að búa
þörf fyrir að finna henni siðferðilegan
grundvöll, næsta trúarlegt viðmið.
íslensk skáldsagnagerð síðari ára stenst
að stærstum hluta ekki þetta einstrengings-
lega viðmið. Hana má vísast fella innan
ákveðins ljúflingsramma þar sem skemmt-
anagildið er sett í öndvegi. Verkin hafa í
ríkum mæli verið gædd léttleika og kímni
og sköpuð hefur verið stemmning sem les-
andanum er ætlað að lifa og njóta. Söguefn-
ið hefur gjarnan verið tilbrigði við stefið
góðkunna „fyrrum átti ég falleg gull / nú er
ég búinn að brjóta og týna“. Þar horfa fæstir
reiðir um öxl og því hefur lítið rými fundist
fyrir fjandskapinn, ögrunina, áleitnina og
ofstækið. En það er á engan hátt sjálfgefið
að sá skortur jafngildi innihaldsleysi.
Fullyrðingu Matthíasar Viðars um inni-
haldsleysi íslenskra nútímabókmennta vil
ég mæta með annarri þess efnis að miðli
skáldverk sýn á umhverfi og tilveru sem fær
staðist innan verksins sjálfs þá sé ósann-
gjamt og reyndar beinlínis rangt að telja
viðkomandi verk innihaldssnautt. Við get-
um ekki sagt verk skorta innihald vegna
þess eins að lífssýn þess fellur ekki að fyr-
irframgefinni hugmyndafræði okkar. Þegar
Matthías Viðar Sæmundsson kveður upp
áfellisdóm sinn yfír íslenskum nútímabók-
menntum virðist mér sem hlaupin sé í hann
Brandesaráráttan; áköf löngun og þörf fyrir
að teyma bókmenntimar eftir fyrirfram
lagðri slóð sem á að leiða til farsællar enda-
stöðvar.
Innan bókmenntanna, eins og svo víða
L
TMM 1992:2
79