Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 52
munninum. Gætilega bjóst hann til að reka höndina niður í skálina aftur. Úr fjarska heyrðist þrýstiloftshvæs frá gestinum á glugganum, eins og stuna. — Ég át þær. Hann sneri sér hægt við. Hún kom fram undan hliðinni á ísskápnum og stóð nú hjá íhvolfa brauðkassanum úr blikkinu og hélt á smáköku, sem hún var búin að bíta í. Andlitið var undarlega hvítt og greinilegt í dimmunni og dálítill gljái á hökunni vitnaði um að hún hafði sagt satt — þetta með sveskjumar. — Ert það þú, sagði hann um síðir og bar höndina upp að munninum meðan hann kyngdi sveskjunum. — Já, það er ég. Ég var svöng. Hann fann til léttis, sem svo hvarf fyrr en varði fyrir skrýtinni ánægju yfir að sjá hana og loks undmn yfir að hún skyldi vera hér komin. Hingað, næstum komin nótt — og í kolamyrkri! — En það eru orðnar margar vikur .. . byrjaði hann. Hún brosti og svaraði ekki, því hún hafði stungið upp í sig því sem eftir var af kökunni. — Ertu nokkuð reiður, þótt ég stæli sveskjunum? sagði hún. — Nei, nei! Hann lést hlæja og hún lést líka hlæja og henni svelgdist á kökunni svo hún hóstaði og hóstaði. Það var eins og allt væri orðið svo skemmtilegt allt í einu. — Ég held bara að ég sé orðin klikk, sagði hún. — Veistu það? Þú getur ekki trúað því. Alvörusvipur leið snöggt yfir andlitið eins og þegar grárri mús bregður fyrir milli stráa og svo var það ekki meira og hún var aftur byrjuð að þykjast hlæja. — Viltu — viltu ekki koma inn, sagði hann og þau gengu inn í stofuna og settust, hann í litla sófann, hún í stólinn þar sem hann hafði sjálfur setið fyrir stundu. — Passaðu þig. Það datt glas með sveskjum, aðvaraði hann hana. — Em þá allar sveskjumar búnar? sagði hún og gerði sér upp svo óttablandna alvöru að þau fóm bæði aftur að hlæja og nú næstum í alvöru. Já, mikið var allt orðið skemmtilegt og eiginlega vissi hann ekki af hverju. Þau sátu í myrkrinu og hvemig sem á því stóð var dimmara hér en í eldhúsinu. — Verkamennimir við nýju álmuna slitu rafstreng, skýrði hann út án þess að hún spyrði. — Allt heimilið er rafmagnslaust. 50 TMM 1992:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.