Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 60
sem ég vil ekki gera. Hann suðaði frá morgni til kvölds. En svo lágt leggst ég ekki og ég skal segja þér að ég ætla að hafa gott af honum en ekki hann af mér. Ég er ekki hrædd við hann og það þótt hann komi með alla mafíuna. — En af hverju ferðu þá til hans? — Ég sagði þér það. Ég verð. Það gerðist nokkuð. Það er ekki út af neinu sem er mér að kenna heldur öðrum. Rétt einum af þessu „shit“- fólki. Það er alls staðar. Stundum held ég að allir séu „shit“ nema þú. Hún þagnaði og hallaði höfðinu að brjóstinu á honum og hann horfði niður í dökka röndina í gulu hárinu. Hann spurði einskis frekar, það skipti heldur ekki máli. — Veistu nokkuð? hvíslaði hún og leit upp eitt augnablik. — Þegar ég er búin að kippa öllu í lag vil ég að þú komir til Ítalíu og við skulum hafa það stórkostlegt saman. Mig langar að sýna þér svo margt... Hann kinkaði kolli, og eftir andartak tók hann eftir að hún svaf. Hann sat langa lengi, klukkustund, tvær klukkustundir, gætti þess að hreyfa sig ekki og horfði í ljósið. Allt var kyrrt, aðeins lágur dynkur þegar annar vængurinn af englinum féll niður á bakkann og ofan í poll með gullnum og rauðum ögnum sem bárust til og frá. Hægt og hægt kom yfir hann höfgi, ljósið varð ógreinilegt og fjarlægðist. Um síðir varð það að stjömu sem skein yfir lygnum síkjum, þar sem gondólar vom á siglingu með elskendur .. . Hann var einn af elskendunum og hún hallaði sér að brjósti hans. Stjörnunum fjölgaði, þær spegluðust í dimmu síkinu og vörpuðu perlukenndri birtu á gular hallir á bakkanum. í dymm einnar af þeim stóð brosandi maður í bleikum jakka með sígarettu milli dimm- rauðra vara. Hann tók upp gullkveikjara og kveikti í sígarettunni um leið og hann veifaði til þeirra. Armbandið glitraði og glitraði... *** Stjömunum fjölgaði uns þær skiptu þúsundum, himinninn var að verða logabjartur og hann hrökk upp. Engillinn var orðinn að fuðrandi báli sem sté upp af kraumandi vaxi. Hann ætlaði að vekja hana en hún var farin. Hann svipaðist um ringlaður og greip eftir ilmvatnsflöskunni. Óstyrkum höndum skvetti hann megininu af innihaldinu á eldinn og það kom holhljóma hvellur og blá súla gaus upp. Eldurinn slokknaði og hann heyrði snarka í vaxinu. Hann þreifaði um andlitið — gagnaugu, vangana, 58 TMM 1992:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.