Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 8
hljómbotn í bókinni“ (317). Og niðurstaðan
er hinu kvenlega heldur í óhag:
Hetjuhugsjónin í Gerplu byggir á and-
stæðuhugsun þar sem allt kvenlegt er bann-
að, bælt, lokað úti. Og þá gerist það sem
búast má við, því þrengra sem hringurinn
er dreginn, því meira verður utan hans og
því ógnvænlegra verður það — uns þeir
sem byggja hringinn sjá sig tilneydda til að
eyða því sem ógnar tilvist hans (318).
2
í túlkun Dagnýjar verður Gerpla fyrst og
fremst persónusaga; persónumar — hetj-
umar þrjár — rísa úr djúpinu og sýna sitt
(nokkum veginn) einlita kyneðli. Um þetta
má efast án málalenginga, eins og bæði
Régis Boyer og Bergljót Kristjánsdóttir
hafa raunar gert. Sagan, segir Bergljót, er
[ . . . ] mósaísk að byggingu og ekki per-
sónusaga öðru fremur. Miklu heldur er hún
þjóðfélagsleg og heimspekileg frásögn af
samlífi manna og lögmálunum sem það
lýtur, — því er einstaklingnum ekki ætlað
miklu meira rúm í frásögninni en hann hef-
ur allajafna í veruleikanum utan hennar.'’
Þessi efasemd nægir vitanlega ekki ein og
sér til að riðla túlkun Dagnýjar. En hún vísar
veginn til þeirra spuminga sem leita þarf
svara við. Freudísk túlkun á vanda samlífs-
ins byggir á hefðbundinni og afmarkaðri
hugmynd um einstaklinginn og þar af leið-
andi krefst slík túlkun persónusögu í ein-
hverri mynd. Ég held að sú nálgun sé
vafasöm þegar best lætur, og einkar óheppi-
leg til lesturs á texta með breidd Gerplu.
Nóg um það. Setjum svo að Gerpla sé
saga persóna með bælingarvandamál, og
lítum á bælingartilgátuna, sem eins og allir
vita er eitt af lykilatriðum kenningar
Freuds. Hugmyndin er eiginlega sú, að sér-
hvem vanda í lífinu megi rekja til hins
kynferðislega bælda hlutskiptis. Markmið-
ið er að skoða þá hugmynd, því þó ástin og
óhugnaðurinn eigi sér ekki sýnileg takmörk
í lífinu og í skáldskap, þá verður að taka
kenningum um alríki þeirra með gagnrýnu
hugarfari. Og hugmyndin um að maðurinn
standi frekar í beinu sambandi við tilfinn-
ingahita fmmbemskunnar en heiminn sjálf-
an hefur viljað loða við bókmenntafræðina
á okkar öld — jafnvel fastar en við skáld-
skapinn.
Bælingartilgátan byggir á einfaldri og
öflugri hugmynd um manninn: maðurinn
er dýr, en þarf ekki að vera vonlaus fyrir
það, því hann getur annað hvort verið eðli-
legt eða óeðlilegt, heilbrigt eða óheilbrigt
dýr. Bælingin er tæki samfélagsins til að
búa til bærilegt samlíf eðlilegra mann-dýra.
Hún er einskonar neyðarúrræði og getur
brugðið til beggja vona með árangurinn.6
Og ef hvatalífið fer úr böndunum, ef bæl-
ingin verður of mikil, þannig að þrotlaus
þráin skyggir ekki bara á viðkvæmt siðferð-
ið, heldur kemur einnig í veg fyrir eðlilega
úrvinnslu mannins á því sem bælt er, þá er
hægt að lækna það. Þannig má aðgreina
tvær hliðar á kenningu Freuds: þá fræði-
legu, sem setur fram tiltekna hugmynd um
manneðlið, og þá praktísku (,,þerapísku“),
sem byggir á hinni fyrri og segir til um það,
hvemig lækna má manninn, hvemig nálg-
ast má „heilbrigt" jafnvægi dýrs og manns
í einstaklingnum.
En er þetta nothæft líkan að manneskju?
Er maðurinn ekki bundinn af samfélaginu
öllu, af valdaafstæðum, þekkingarstigi,
6
TMM 1992:2