Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 18
lífi. Þannig velur hún — af nauðsyn — dauðann í stað efasemdanna um lífið. En Helga hugsar sér Öldu allt annan ferðalang og talar endalaust um leit hennar að ást og að sjálfri sér: Sá samastaður sem hún gerir hann [Anton] að felst í líkamlegri snertingu, hlýju og samruna, eða þeirri „symbíósu“ sem Julia Kristeva talar um sem takmark ástarinnar. í snertingunni leitar Alda ekki aðeins að samastað, öryggi og vernd, heldur einnig fyrst og fremst að eigin sjálfsmynd, eða því sem hún kallar kjamann í sjálfri sér (64). En er sjálfsmynd möguleg? Ef túlkendur af skóla freudíska femínismans spyrja sig ekki þeirrar spumingar, þá verður einhver annar að gera það. Hvað sem segja má um meðhöndlun þessara fræða á því sem kallað er kvenleg sjálfsmynd, þá felur meðhöndl- unin í sér grundvallarvanrækslu í akadem- ískum, jafnt sem fagurfræðilegum skiln- ingi. Leitin að sjálfsmynd hefur nefnilega aldrei þótt sem hverjar aðrar eftirleitir, eins og bókmenntir frá örófi alda bera vitni um. Eða er það ekki einmitt í ástinni sem mað- urinn/konan mæta takmörkunum sínum og glata í henni oft því litla sem þau höfðu af þessu sem kallað er sjálfsmynd? En þá koma til hjálpar gróteskan, flæðið og hlát- urinn og eru þessi undur veraldar ekki ein- ungis sögð vinna á karlveldinu með tímanum (og auðvelda þannig um síðir kon- unni að finna sjálfa sig), heldur hjálpartæki konunnar í angistarfullri leit sinni að sama- stað í tilverunni, þeirri tilveru sem einungis er ætluð körlum. En hver segir að ástin — og þar með lífið sjálft — sé dans á rósum, verði karlveldið læknað, steypt af stóli eða jafnvel molað?17 Alda, hins vegar, leitar aldrei að sjálfri sér í ástinni. Hún finnur fyrir tilviljun það sem hún vildi ekki finna, nefnilega reynslu af sjálfri sér í allt of mannlegu lífí. Þráhyggjan felst því ekki í kvenlegri tilbeiðslu ástar, heldur miklu frekar í einskonar sannleikstrú. Sú trú, aftur á móti, er mun flóknari en blinda ástartrúin. Fall Öldu verður að vera vitrænt svo hún geti réttlætt það á forsendum hins fagra lífs og einungis með því móti getur hún sætt sig við orðinn hlut. Hún telur sér nefnilega ekki einungis trú um réttmæti tilfinninga sinna, heldur einnig sannleiksgildi þeirra. Þannig verða þær fallegar í eðli sínu af því að sannleikurinn sjálfur er fallegur. En sann- leikurinn um hana sjálfa er harmrænn; hann segir allt um endasleppa tilraun hennar til að lifa fallegu lífi, en ekkert um manninn eða ást hans til hennar. Með þessu móti felur sannleikstrúin í sér endanlegan dauða Öldu og þannig snýr hún aftur heim, inní sjálfa sig, snauðari af lífinu sem hana dreymdi um, en ríkari og helsærð af lífinu sem hún vildi ekki lifa og gat ekki hafnað: Ég dáist að mér og segi: ert það virkilega þú sem elskaðir svona óumræðilega svona ofsalega allan tímann án þess að blikna. Ert það þú, sem hugsaðir fegurstu hugsanir heimsins? Ert það þú sem lést ekki satt kjurt liggja af því að sannleikurinn ER æðstur, hvað sem það kostar (154). Og seinna: Ástin á þér er nefnilega sannleiksást. Kona eins og ég, hún getur gert hvað sem er að hverju sem er. En ég hafnaði lyginni (183). Niðurstaða Helgu, hins vegar, er eftirfar- andi: 16 TMM 1992:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.