Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 102
Af verkakonum Þórunn Magnúsdóttir. Þörfin knýr. Upphaf verka- kvennahreyfingar á Islandi. Höfúndur gefur út. 410 bls. Á síðustu árum hefur mikið fjölgað í hillum þeirra er draga að sér rit um íslenska félagasögu. Ekki er það hvað síst verkalýðshreyftngin sem mikið hefur verið ritað um. Nýlega kom út enn eitt ritið um þau mál, Þörfin knýr eftir Þórunni Magnúsdóttur, og er sjónum þar sérstaklega beint að verkakvennafélögum. Afmörkun efnis Þórunn afmarkar rannsókn sína við tímabilið 1896-1942 og kveðst vilja gera grein fyrir upp- hafi íslenskrar verkakvennahreyfingar, stofnun verkakvennafélaga, stofndegi og -stað, hvaða atburðirréðu stofnun þeirraog hverjirhaft verið í forystu (5). Jafnframt vill hún kanna upphaf- lega hugmyndafræði, fyrstu og helstu baráttu- mál og áhrif stjómmálaflokka á hreyftnguna. Fyrsta vandamál höfundar er nánari afmörk- un efnisins. Hvaða félög á að taka með? Aðeins hrein verkakvennafélög, blönduð félög, iðnað- armannafélög, starfsmannafélög o.s.frv? Um þennan afmörkunarvanda fjallar Þórunn í að- faraorðum og er þar sleginn sá tónn, sem end- urómar í öllu ritinu. Vandamálið er ekki leyst heldur látið fjara út. Sjálfur segir höfundur að „einfalt væri að láta aðild að Alþýðusambandi Islands ráða en það er ekki marktæk viðmiðun" (5-6). Eftir þetta kemur ekkert fram um hvaða viðmið liggi til gmndvallar og virðist raunar sem aðild að ASÍ sé þrátt fyrir ofansögð orð mikilvægur viðmiðunarpunktur. Þannig má t. d. spyija af hveiju Kennarafélag Hafnarijarðar sé með í umfjölluninni. Eins virðast Matsveina- og veitingaþjónafélög íslands / Reykjavíkur illa passa innan ramma verksins. Um hið fyrra seg- ir: „Ekki er ljóst hvort konur vom meðlimir í samtökum þessara stétta . . .“ (221), svipað virðist gilda um hitt. Bókin skiptist í um 130 kafla og eru langflest- ir helgaðir einu ákveðnu félagi þannig að reynt er að uppfylla markmiðssetningar verksins fyrir hvert félag á hringferð um landið. En þessi kaflaskipting er ákaflega ruglingsleg. Það er t.a.m. furðulegt að vilji maður fá yfirlit yfir þróun verkakvennafélaga í Vestmannaeyjum þarf að raða saman bútum frá fjórum stöðum í ritinu, bls. 104-111, 146-151, 164-166, 337- 344. Ein afleiðing þessa og hinnar almennu hroðvirkni sem einkennir verkið er margendur- tekning sama efnis og hefði mátt stytta bókina verulega ef tilraun hefði verið gerð til kerfis- bindingar. T.a.m. er kafli um kauptaxta verka- kvennafélaga (bls. 191-199) mestmegnis gagnslaus endurtekning fyrri upplýsinga og er engin tilraun gerð til að draga saman eða leita niðurstöðu. Þá er í kaflanum „Vildu konur vera í verka- lýðssambandi?" tvisvar vitnað til heimilda en þann kafla vantar alveg í tilvísanaskrá. Þar- aðauki er engin tilraun gerð til að svara spurn- ingu kaflans. Á bls. 354-357 er innihald kaflans af einhverjum ástæðum endurtekið, sem og bls. 360 og áfram, stundum allt að því orðrétt. Þann- ig segir á bls. 202: „Það var á þessu þingi sem danski ritstjórinn Borgberg flutti erindi sitt, sem hafði áhrif á störf þeirra samtaka, hér á landi sem fram að þessum tíma höfðu heitið Jafnað- armannafélög.“ 159 síðum aftar getur að lesa: „Það var á þessu vorþingi sem danski ritstjórinn F. Borbjerg flutti erindi, sem hafði áhrif á störf þeirra samtaka, sem til þess tíma hétu Jafnaðar- mannafélög“ (361). Þrátt fyrir mismunandi rit- hátt mun hér vera sami maður á ferð en nafn hans var Borgbjerg. Oljóst er reyndar hvaða tilgangi þessi athugasemd höfundar þjónar og einnig er mér til efs að lesendur séu þessari sögu svo kunnugir að setningin haft einhverja merk- ingu. Þó að það sé hvergi tekið fram í bókinni gengur höfundur út frá þrem grundvallarfor- sendum og eru þær þessar: 1. Slæm kjör verka- fólks eru einvörðungu linku verkalýðsforyst- unnar og mannvonsku atvinnurekenda að 100 TMM 1992:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.