Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 81
Kolbrún Bergþórsdóttir Að búa hugsun sinni listrænan búning Þankar um nokkur ný skáldverk Núna er svo komið að innihaldsleysið æpir á mann sé opnuð íslensk skáldsaga; það vantar í þær fjandskap, ögrun, áleitni, ofurlítið of- stæki — svona eins og þær skipti máli. Matthías Viðar Sæmundsson (Teningur, haust 1991) Rithöfundar þurfa að skrifa vel og hafa húmor. Svo einfalt er það. Gísli Sigurðsson (TMM 1992:1) Svo mikið er víst að Zola er dauður og ekki afturgenginn í íslenskri rithöfundastétt. Þeir eru til sem segja það miður og byggja þá á kröfu eða ósk þess efnis að rithöfund- urinn sé róttækur þjóðfélagsskoðandi, af- hjúpi yfirborð og kryfji meinsemdir. Geri hann það ekki er hann talinn hafa hlaupist undan merkjum, varpað frá sér ábyrgð og tekið að sér léttúðugt en þægilegt hlutverk skemmtikraftsins. Þetta sjónarmið byggir á einsýnni kröfu sem lögð er til grundvallar skáldskapariðkuninni og þar kann að búa þörf fyrir að finna henni siðferðilegan grundvöll, næsta trúarlegt viðmið. íslensk skáldsagnagerð síðari ára stenst að stærstum hluta ekki þetta einstrengings- lega viðmið. Hana má vísast fella innan ákveðins ljúflingsramma þar sem skemmt- anagildið er sett í öndvegi. Verkin hafa í ríkum mæli verið gædd léttleika og kímni og sköpuð hefur verið stemmning sem les- andanum er ætlað að lifa og njóta. Söguefn- ið hefur gjarnan verið tilbrigði við stefið góðkunna „fyrrum átti ég falleg gull / nú er ég búinn að brjóta og týna“. Þar horfa fæstir reiðir um öxl og því hefur lítið rými fundist fyrir fjandskapinn, ögrunina, áleitnina og ofstækið. En það er á engan hátt sjálfgefið að sá skortur jafngildi innihaldsleysi. Fullyrðingu Matthíasar Viðars um inni- haldsleysi íslenskra nútímabókmennta vil ég mæta með annarri þess efnis að miðli skáldverk sýn á umhverfi og tilveru sem fær staðist innan verksins sjálfs þá sé ósann- gjamt og reyndar beinlínis rangt að telja viðkomandi verk innihaldssnautt. Við get- um ekki sagt verk skorta innihald vegna þess eins að lífssýn þess fellur ekki að fyr- irframgefinni hugmyndafræði okkar. Þegar Matthías Viðar Sæmundsson kveður upp áfellisdóm sinn yfír íslenskum nútímabók- menntum virðist mér sem hlaupin sé í hann Brandesaráráttan; áköf löngun og þörf fyrir að teyma bókmenntimar eftir fyrirfram lagðri slóð sem á að leiða til farsællar enda- stöðvar. Innan bókmenntanna, eins og svo víða L TMM 1992:2 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.