Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 37
að hengja eitthvað á snúruna. Þegar hún nálgast, kemur í Ijós að þetta eru dökk karlmannsföt. Auk þess gat hún ekki betur séð en að Kolfinna væri orðin býsna þykk um sig miðja. Þessi fregn kom róti á hugi fólks um stund, svipað því þegar vindur gárar lognkyrrt vatn. En þetta var aðeins hviða — og brátt fengu menn um annað að hugsa. Skip var komið af hafí. Danmerkurfarið Anne Christine hafði varpað akkerum um nóttina, og lá nú úti á víkinni í gráma morgunsins; menn höfðu ekki átt von á skipinu svona snemma, en þama lá það samt, svart á skrokkinn með felld segl, og yfir því sveimuðu útverðir byggðarinnar og buðu það velkomið með miklu gargi. Hvað var það sem ekki breyttist í þessu þorpi við slíka skipskomu? Himinninn varð blárri, torfbæimir reisulegri, og hugsanir fólksins sem venjulega snerust í tilbreytingarlausa hringi, losnuðu úr viðjum og ungir sem aldnir þustu niður á pláss til að taka þátt í ævintýrinu. Flestir verkfærir menn komust í uppskipunarvinnu, og þeim sem fengu að handleika varninginn niðri í lestinni fannst þeir vera komnir til útlanda. Sláturtíðin var alla jafna ekki minni hátíð í augum þorpsbúa, en á þessu hausti varð skipskoman beint ofan í hana, sem var líkast því að fá hvítasunnuna á páskunum; mönnum fannst hálft í hvoru að þeir hefðu verið hlunnfarnir, en drógu þó ekki af sér við að salta blessuð heiðalömb- in niður í tunnur, sem síðan var rennt ofan í magann á galeasinum Önnu Kristínu. Dag einn mitt í öllu þessu ati birtist svo Kolfinna Sveinsdóttir uppi í Damsverslun. Erindi hennar var að kaupa sitthvað smálegt til sláturgerð- ar. Búðarmönnunum varð vægast sagt starsýnt á hana, en hún virtist ekki láta það mikið á sig fá, nema hún var kannski venju fremur stutt í spuna, en hvemig sem þeir einblíndu á Kolfmnu, gátu þeir ekki séð að þar færi barnshafandi kona. Eftir þetta fór Kolfinna ferða sinna í þorpinu eins og ekkert hefði í skorist, og það rann upp fyrir fólki, að ætti hún bam í vændum, myndi það barn ekki líta dagsins ljós á þessu hausti; ekki á þessu ári. Hér slaknar á þræðinum í frásögn vorri, vegna þess að nú fóru í hönd langir, viðburðasnauðir tímar hjá söguhetjunum — að minnsta kosti að því er séð varð í hinu ytra — en ekki nóg með það, heldur virtist allt þorpið vera haldið einhverskonar doða; dagamir hrönnuðust upp, til- TMM 1992:2 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.