Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 33
Við atburði sem þessa er eins og öll tilveran dragist saman í einn hnút, að minnsta kosti í litlu plássi, og enda þótt íbúar Hólmaness ættu að vera við ýmsu búnir, sóttu nú á þá efasemdir og spumingar sem engin leið var að fá svör við. Það breytti ekki því, að Henningsen lyfsali fann samúð streyma til sín úr öllum áttum, og honum varð ljóst að vandfundinn mundi vera sá staður sem hefði stærra hjarta en þetta litla, fátæka þorp á hjara heimsins. Mæðgumar vom lagðar í sömu kistu, og sóknarpresturinn, séra Gísli, jarðsöng þær í Hólmaneskirkjugarði. En jörðin snýst áfram þótt sorg grúfi yfir einu þorpi og Hólmnesingar drógu fisk úr sjó eins og áður og heyjuðu fyrir kúm sínum og kindum. Og vindar loftsins skiptust á um að færa fólki og fénaði gjafir sínar, kalsarigningu, slyddu og nepju. Henningsen fór ekki út úr húsi, en stóð í búð sinni fram á kvöld og lagaði meðulin. í hreyfingum og fasi minnti hann dálítið á svefngengil, svo ekki var laust við að sumir væru hálfsmeykir við mixtúrurnar hans, en enginn lét þó á því bera. Með hækkandi sól var eins og færi að rofa ögn til yfir byggðinni, og gegnum skýjadökkvann sást nú stöku sinnum grilla í bláan himin. Líf Henningsens apótekara virtist vera að komast í fyrra horf. Hann fór aftur að ganga fjömr með hundi sínum og sunnudag nokkurn sást hann ríðandi upp á Völlum með Kolbeinsen kaupmanni. Magðalena hafði komið aftur til hans skömmu eftir jarðarförina til þess að taka við búsýslunni, en dag nokkurn, þegar hún hafði verið hjá honum rúmt ár skrikaði henni fótur í stiganum þegar hún var á leið niður með skolfötuna. Innihald fötunnar skvettist út um allt, en sjálf hvarf hún til þeirra heima þar sem engin slík flát þarf að tæma. Menn vom á því að Henningsen væri illa settur eftir að Magðalena féll frá, og einhvemtíma kvað séra Gísli upp úr með það, að apótekarinn yrði að fá nýja bústým og það sem fyrst. Reyndar fór hann sjálfur á stúfana að leita að heppilegri konu til starfans, og ekki leið á löngu þar til hann hafði fundið þá réttu. Það var Kolfinna Sveinsdóttir, systurdóttir hans innan úr Dölum. Kolfinna var grannvaxin stúlka, fríð sýnum með dökkt hár og brún augu. Kolfínna gæddi gamla húsið nýju lífi; rósótt tjöld komu fyrir gluggana og pottablóm skutu þar upp kolli á nýjan leik, og á kvöldin voru stofurnar TMM 1992:2 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.