Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 10
þá hugmynd, að dýrið í okkur geti mögu-
lega svalað þörfum sínum vandræðalaust
og að einungis með þeim hætti getum við
lifað tignarlegu og frjálsu lífi. Ef Foucault
hefur rétt fyrir sér, þá var það ekki síst í hag
hinna ráðandi afla að þegnar samfélagsins
trúðu á mátt þess litla sem þeir höfðu. Það
var konungum orðræðunnar í hag að þegn-
arnir ýktu það litla sem þeir þóttust ráða yfír
og fengu það á heilann. Og hafa það enn.
3
Dagný leggur áherslu á aðgreiningu þrár og
þarfar og segir að vegna bælingarinnar geti
maðurinn ekki fullnægt þrá sinni, aðeins
þörf. Þörfin er einföld, líffræðileg, eins og
kynhvöt og hungur; þráin er hins vegar
sálfræðileg, flókin, „þráeftir skilyrðislausri
viðurkenningu og ótakmarkaðri ást Hins.“
Og eins og nærri má geta er slíkri þrá sjaldn-
ast fullnægt.12
Þormóður er dæmi um þetta:
[... ] móðurleit Þormóðs er leitin að hinni
horfnu móður, konurnar sem ganga honum
í móðurstað geta aðeins fullnægt þörfum
hans en ekki þrá hans (310).
Þess vegna snýr hann sér frá sælu kvenna
að garpskap. Það gerir hann þó ekki fyrr en
í fulla hnefana og ástæðuna telur Dagný þá,
að sem skáld standi hann miklu nær
„hyldýpisbarminum" — hinu kvenlega —
heldur en félagar hans.11 Samt sem áður
„þorir hann ekki að staðnæmast“ á um-
ræddum barmi „og horfa ofan í djúpin,
heldur flýr hann reynslu sína inn í nýja
blekkingu" (310). Um þremenningana
Ólaf, Þorgeir og Þormóð í Gerplu, segir
Dagný:
Þeir eru á flótta undan sínum eigin ótta,
óhugnaðinum — en þeir flýja ekki inn í
ástina heldur árásargirnina, hatrið. Gerpla
er þannig heimsendaspá og ákaflega
tragísk bók (318).
Hér eru skáldið, hið karllega, hið kvenlega,
og í krafti óttans við hið óhugnanlega yfir-
bugar hið karilega hið kvenlega, Hatrið
vinnur og ástin tapar.
í hugmyndakerfi hins freudíska femín-
isma hafa þessi hugtök nánast dulspekilega
merkingu. Skáldið er langtífrá hvaða með-
limur í Rithöfundasambandinu sem er,
heldur einskonar sjáandi, hafinn yfír skipan
orðræðunnar og af tindi sínum fær um að
sjá í gegnum blekkingar hennar. Það sem
hjá Dagnýju er hið Karllega var í gamla
daga hið gotneska dýr (frumsjálfið, Hr.
Hyde), og heldur kyni sínu í hinum nýja
femínisma; hér er morðinginn, gláparinn,
nauðgarinn, hinn skynlausi blóraböggull:
Karl-dýrið. Hið Kvenlega varhinsvegar hið
Mannlega hjá Freud: hér búa skynsemin og
sannleikurinn, en í nýjum búningi þar sem
hugsa má í hringi og flæði, og hlæja, og
öðlast þannig aðgang að hinu dulúðuga,
sem er sannleikurinn. (Það er margt líkt
með Skáldinu og Konunni, enda má efast
um gildi þess skáldskapar sem ekki er frá
konu kominn). Ástin er hinsvegar fólgin í
einhverskonar jafnvægi milli hins Karllega
og hins Kven-mannlega, og svo fremi sem
slíkt jafnvægi er mögulegt, má öðlast það
með einskonar „af-bælingu“. Að velja slíkt
jafnvægi er að velja leiðina til alsælu á
heimsvísu. Að hafna því er að velja leiðina
til heimsendis.
Vandinn er hins vegar sá, að þegar tilgát-
an um bælinguna er dregin í efa, missir það
sem á henni hvílir mátt sinn og megin. Ef
maðurinn þarf ekki að bæla þrá sína, heldur
8
TMM 1992:2