Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 153
DRANGEYJARSUND OG NÓBELSHÁTÍÐ
ur“, og persónugerfingur þeirra í nútímanum var Halldór Laxness. Ef þessi
túlkun er rétt, mætti segja að Drangeyjarsundið og Nóbelshátíðin „kallist á“:
í fyrra skiptið vann nútímamaður á nýjan leik frægðarverk fornkappa, í síð-
ara skiptið stóð annar nútímamaður í sama hlutverki og forn skáld og tók við
tékka úr hendi jöfurs. Til þess að hliðstæða skáldsins og kappans væri full-
komin þyrffi helst eitthvert nútímatónskáldið að semja tónverk sem jafnað-
ist á við symfóníu Jóns Leifs. Best gæti það verið ópera og væri þá
hlutverkaskipun augljós: Halldór Laxness (tenór), Jónas frá Hriflu (bassi),
Laxdæla (sópran koloratúra) og svo deus ex machina, Svíakonungur
(barytón).
Ég vil nú ljúka þessum pistli með stuttu dæmi. Það er að vísu fremur létt-
vægt og sjálfsagt aukaatriði í þessu máli, en af sonarlegri pietate fmn ég mig
samt knúinn til að gera þessa litlu athugasemd. í frásögn sinni dregur höf-
undur sérstaklega fram það atvik þegar austasti hluti Hringbrautar var
skírður upp og nefndur Snorrabraut, svo er jafnvel að sjá að hann telji at-
burðinn táknrænan fyrir það nýja hlutverk sem „höfundurinn“ var að fá í
þjóðarsálinni og hann bendir á að sjálfur Sigurður Nordai hafi setið í nafna-
nefndinni sem ákvað breytinguna. En nú vill svo til að þetta nafn lá víðar í
loftinu, eins og sumir sagnfræðingar myndu segja. Árið 1947 gaf móðir mín
út skáldsögu sem hafði að titli ímyndað götuheiti, sem sé „Snorrabraut 7“, og
var það fáum mánuðum áður en nafnanefndin lagði fram tillögu sína um
nafnið „Snorrabraut", 20. febrúar 1948. Með móður minni og Nordal var
góður kunningsskapur, og taldi hún sig jafnan hafa átt upptökin að þessari
hugmynd, hvað sem hún hafði fyrir sér í því. En þá vaknar sú spurning,
hvaða Snorri það er sem er genginn aft ur í austurbænum. Vel má vera að fyrir
því séu rækilegar og skjalfestar heimildir að það sé enginn annar en Sturlu-
sonur, en meðan þær hafa ekki verið birtar er kannske leyfilegt að spá öðru
vísi í samhengið. Einn þátturinn í því var vitanlega Snorrahátíðin sem haldin
var í Reykholti 1947, en til hennar var ekki vitnað í bréfí nafnanefndar, enda
hafði Sigurði Nordal, helsta sérfræðingi Islendinga í verkum rithöfundarins,
verið sýndur svo lítill sómi við það tækifæri að hann tók þar ekki einu sinni
til máls. Þess í stað er nafngiftin réttlætt með því að „til beggja handa (séu)
hverfi með fornmannanöfnum“ (bls. 174). Þau nöfnerhægtað skoðaákort-
inu bls. 179 (skaði að í því skuli vera tvær meinlegar villur), og þá koma aðrir
þættir samhengisins í ljós. Því hvaða Snorri er það sem er í slagtogi við helstu
persónur Laxdæla sögu og Njáls sögu? Gæti það ekki alveg eins verið hinn
viðsjálverði Þorgrímur Þorgrímsson, alias Snorri goði? Mér fannst oft að
móður minni væri Laxdæla tamari en rit Reykholtsbónda. Ef einhver fótur
er nú fyrir þessu, er naumast hægt að gefa nafngiftinni það táknræna gildi
sem höfundur gerir, en hins vegar má nú lesa söguþráð Njálu enn skýrar út
TMM 1999:1
www.mm.is
143