Són - 01.01.2005, Síða 11

Són - 01.01.2005, Síða 11
ÍSLENSKAR LAUSAVÍSUR OG BRAGFRÆÐILEGAR BREYTINGAR 11 stórlega og falla um leið í skugga af nýjum háttum, aðallega dans- háttum og nýtilkomnum rímnaháttum sem verða fljótlega ráðandi í lausavísum og í íslenskum kveðskap í heild. Breytingar á „gömlu háttunum“ tengjast hljóðdvalarbreytingunni, ásamt almennri til- hneigingu til einföldunar sem hafði þá ríkt í kveðskap um hríð.6 Hljóðdvalarbreytingin hófst að líkindum ekki síðar en á 14. öld og var enn að ganga yfir á 16. öld. Helstu áhrif hennar voru þau að öll sérhljóð urðu löng í áhersluatkvæðum ef eitt stutt samhljóð (eða ekkert) fór á eftir en stutt annars. Auk þess urðu öll áhersluatkvæði löng, en í fornmáli hafði áhersla aðeins verið eitt skilyrði fyrir því að atkvæði væri langt.7 Af þessu leiddi að atkvæðalengd í sjálfu sér hætti að skipta máli fyrir bragarhætti heldur varð áherslan ráðandi þáttur í hrynjandi. Það leiddi til hruns bragkerfis dróttkvæða eins og það var fyrir hljóðdvalarbreytinguna. Áhrif hennar koma þó seint fram í kveðskap þar sem gömul hefð hélst tiltölulega lengi. Á árunum 1400–1550 var enn talsvert ort bæði undir réttum drótt- kvæðum hætti eins og hann var á miðöldum og undir einhvers konar hálfhnepptum dróttkvæðum hætti. Í honum eru að jafnaði sex brag- stöður í vísuorði en ólíkt reglulegum dróttkvæðum hætti er engin klásúla8 heldur ber síðasta atkvæði jafnan áherslu, óháð því hvort það er sterkt eða veikt eftir reglum fornmálsins. Hátturinn verður því miklu reglulegri en á miðöldum en þá var fjöldi bragstaðna í vísuorði breytilegur, líkt og í dæmi Snorra Sturlusonar í Háttatali.9 6 Einkum er átt við einföldun í setningaskipan og myndmáli dróttkvæða. Sbr. t.d.: Guðrún Nordal (2001). 7 Atkvæði var talið langt að fornu ef það bar áherslu, hafði langt sérhljóð og a.m.k. eitt samhljóð (stýri) eða stutt sérhljóð og a.m.k. tvö samhljóð (eitt langt samhljóð kom einnig til greina: manna). Önnur atkvæði voru stutt. Að jafnaði komu aðeins löng atkvæði til greina í sterkar stöður (ris) í dróttkvæðum vísuorði en það breytt- ist á 14.–16. öld. Nánar um breytingar og undantekningar frá reglum um forna og nýja lengd sbr.: Stefán Karlsson (1989:8-9), Kristján Eiríksson (2002), Kristján Árnason (1980:7 og áfram, 121 og áfram). 8 Klásúla, eða kadensa (e. cadence), heita í umfjöllun um dróttkvæði síðustu tvö atkvæði í vísuorði þar sem fyrra atkvæðið er bragfræðilega þungt, þ.e. langt (áherslu)atkvæði, en seinna atkvæðið er létt (stutt). 9 Sbr. 77. vísu Háttatals (1991:32), 5. vísuorð.: „árla sér ungr jarl“. Þar eru bragstöður (samstÄfur í máli Snorra) aðeins fimm en Snorri tekur fram: „Í þessum hætti eru sex samstÄfur í vísuorði, en eigi er rangt þótt verði fimm eða sjau“. Slíkur varnagli er ekki sleginn við skilgreiningu á dróttkvæðum hætti (þótt þar séu líka vísuorð með fimm bragstöðum), aðeins segir: „Hverju vísuorði fylgja sex samstÄfur“ (Háttatal 1991:4).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.