Són - 01.01.2005, Síða 11
ÍSLENSKAR LAUSAVÍSUR OG BRAGFRÆÐILEGAR BREYTINGAR 11
stórlega og falla um leið í skugga af nýjum háttum, aðallega dans-
háttum og nýtilkomnum rímnaháttum sem verða fljótlega ráðandi í
lausavísum og í íslenskum kveðskap í heild. Breytingar á „gömlu
háttunum“ tengjast hljóðdvalarbreytingunni, ásamt almennri til-
hneigingu til einföldunar sem hafði þá ríkt í kveðskap um hríð.6
Hljóðdvalarbreytingin hófst að líkindum ekki síðar en á 14. öld og
var enn að ganga yfir á 16. öld. Helstu áhrif hennar voru þau að öll
sérhljóð urðu löng í áhersluatkvæðum ef eitt stutt samhljóð (eða
ekkert) fór á eftir en stutt annars. Auk þess urðu öll áhersluatkvæði löng,
en í fornmáli hafði áhersla aðeins verið eitt skilyrði fyrir því að
atkvæði væri langt.7 Af þessu leiddi að atkvæðalengd í sjálfu sér hætti
að skipta máli fyrir bragarhætti heldur varð áherslan ráðandi þáttur
í hrynjandi. Það leiddi til hruns bragkerfis dróttkvæða eins og það
var fyrir hljóðdvalarbreytinguna. Áhrif hennar koma þó seint fram í
kveðskap þar sem gömul hefð hélst tiltölulega lengi.
Á árunum 1400–1550 var enn talsvert ort bæði undir réttum drótt-
kvæðum hætti eins og hann var á miðöldum og undir einhvers konar
hálfhnepptum dróttkvæðum hætti. Í honum eru að jafnaði sex brag-
stöður í vísuorði en ólíkt reglulegum dróttkvæðum hætti er engin
klásúla8 heldur ber síðasta atkvæði jafnan áherslu, óháð því hvort það
er sterkt eða veikt eftir reglum fornmálsins. Hátturinn verður því
miklu reglulegri en á miðöldum en þá var fjöldi bragstaðna í vísuorði
breytilegur, líkt og í dæmi Snorra Sturlusonar í Háttatali.9
6 Einkum er átt við einföldun í setningaskipan og myndmáli dróttkvæða. Sbr. t.d.:
Guðrún Nordal (2001).
7 Atkvæði var talið langt að fornu ef það bar áherslu, hafði langt sérhljóð og a.m.k.
eitt samhljóð (stýri) eða stutt sérhljóð og a.m.k. tvö samhljóð (eitt langt samhljóð
kom einnig til greina: manna). Önnur atkvæði voru stutt. Að jafnaði komu aðeins
löng atkvæði til greina í sterkar stöður (ris) í dróttkvæðum vísuorði en það breytt-
ist á 14.–16. öld. Nánar um breytingar og undantekningar frá reglum um forna og
nýja lengd sbr.: Stefán Karlsson (1989:8-9), Kristján Eiríksson (2002), Kristján
Árnason (1980:7 og áfram, 121 og áfram).
8 Klásúla, eða kadensa (e. cadence), heita í umfjöllun um dróttkvæði síðustu tvö
atkvæði í vísuorði þar sem fyrra atkvæðið er bragfræðilega þungt, þ.e. langt
(áherslu)atkvæði, en seinna atkvæðið er létt (stutt).
9 Sbr. 77. vísu Háttatals (1991:32), 5. vísuorð.: „árla sér ungr jarl“. Þar eru bragstöður
(samstÄfur í máli Snorra) aðeins fimm en Snorri tekur fram: „Í þessum hætti eru sex
samstÄfur í vísuorði, en eigi er rangt þótt verði fimm eða sjau“. Slíkur varnagli er
ekki sleginn við skilgreiningu á dróttkvæðum hætti (þótt þar séu líka vísuorð með
fimm bragstöðum), aðeins segir: „Hverju vísuorði fylgja sex samstÄfur“ (Háttatal
1991:4).