Són - 01.01.2005, Síða 13
ÍSLENSKAR LAUSAVÍSUR OG BRAGFRÆÐILEGAR BREYTINGAR 13
(stutt samkvæmt fornum reglum, sem gerði klásúlu ótæka, en orðið
langt eftir hljóðdvalarbreytinguna og hætt að spilla hættinum) og stýfð
hrynhenda (7 atkvæði í vísuorði), afar sjaldgæf á miðöldum en æ vin-
sælli þegar líður að lokum þeirra.12 Báðar vísurnar sem hér eru tekn-
ar sem dæmi eru eignaðar Jóni Arasyni:
3) Dróttkvætt og hrynhent nýrra tíma
12 Sjá t.d.: Háttatal (1991:83). Umrædd atkvæði í dróttkvæðri vísu eru feitletruð hér
— YSH.
13 Lbs. 40 fol., bls. 113. Vísan er frá fyrri hluta 16. aldar, eða um 1530. Handritið er
frá 17. öld. Flestir kenna Jóni Arasyni vísuna þó svo að klásúlurnar séu rangar
miðað við fornar bragreglur.
14 AM 433 fol. (orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík). Vísan á að vera frá því um
1500 ef hún er réttilega eignuð Jóni Arasyni sem er reyndar frekar vafasamt.
Handritið er frá 17. öld.
15 Hugtakið kemur frá þriðja hluta Snorra-Eddu (sjá: Háttatal 1991:29), þar sem lýst
er fjölmörgum afbrigðum „smærri hátta“; þeir voru þó frekar sjaldgæfir í miðalda-
kveðskap og má gera ráð fyrir því að a.m.k. nokkrir þeirra séu til komnir fyrir
íþrótt Snorra, sbr.: Háttatal (1991:84–85). Með „skáldaháttum“ í bók Elenu
Gurevich og Innu Matyushinu (2000) og hér er átt við hætti sem voru einkenn-
andi fyrir kveðskap íslenskra hirðskálda, fyrst og fremst dróttkvætt og afbrigði
þess, hrynhendu og afbrigði hennar.
Til hef ég tafl með spilum,
tölur, sem leggi og völur,
skák með sköfnum hrókum
skjótt og kotru hornótta,
hörpu heldur snarpa
hressta með girnisneistum,
fón með fögrum sóni
fengið til lykla með strengjum.13
Mín er lyst í ferðum fyrst
að fara í kringum Móaling,
finna þann hinn fróma mann,
er fær mér slyngan Móaling;
átt hef ég í aurum fátt
annað þing sem Móaling,
því er mín bón að bóndinn Jón
bringi mér sinn Móaling.14
Einnig eru í lausavísum svokallaðir smærri skáldahættir,15 með styttri
línum en dróttkvæði, oft aðeins með einum stuðli í frumlínum. Marg-
ir þeirra minna á edduhrynjandi þótt atkvæðafjöldi þeirra sé fastari og
þeir hafi innrím. Notkun þessara hátta endurspeglar nýja strauma:
þeir eru styttri og að mörgu leyti auðveldari, til dæmis má setja stuðul
á léttvægt orð. Vísur undir þessum sjaldgæfu háttum tengjast líka
formmeistaranum Jóni Arasyni.