Són - 01.01.2005, Page 15
ÍSLENSKAR LAUSAVÍSUR OG BRAGFRÆÐILEGAR BREYTINGAR 15
(5) Form í mótun: blendingshættir
18 Fyrri vísan, eftir Gyrði og Eystein, er prentuð eftir Skj. B II (1915:416). Seinni
vísan: GKS 2087 4to, 15v, síðari hluti 15. aldar, handrit um 1300–1328.
19 Fram að þeim tíma höfðu lausavísur (undir hvaða bragarhætti sem er) verið
sjaldgæfar í handritum, að því er virðist bæði vegna slæmrar varðveislu handrita
og vegna þess að fyrir svartadauða voru handrit eftirsótt útflutningsvara sem ekki
átti að spilla með kroti sem væri handritinu óviðkomandi. Lausavísur sem voru
skrifaðar á handritaspássíur á miðöldum voru aðallega þær sem áttu við megin-
málstexta, sbr. vísur sem fylgja Njáls sögu í Reykjabók, sjá: Njáls saga (1962:fol. 37r
og víðar).
20 Fyrri vísan: AM 468 4to, 50v, 15. öld, handrit um 1300–1325. Víst þykir að hér
sé ferskeytla á ferðinni þótt texti sé skertur. Seinni vísan: AM 624 4to, 110r, um
1500. Handritið er frá lokum 15. aldar.
Gyrðr kembir nú gula reik
með gyltum kambi.
Kominn ertu úr krókasteik
þinn kúluvambi.
Þetta höfuð er leitt og langt,
sem lýðir megu það sjá,
herðamjótt og heldur langt,
hálfu verra en ég greini í frá.18
Ferskeyttar lausavísur koma fram strax á 15. öld, þ.e. fyrst þegar
við tökum eftir lausavísum á handritaspássíum að einhverju marki.19
Flóknari hættir bætast við jafnóðum. Stafhenda, einn af grunnháttum
rímna, kemur til dæmis fram á seinni hluta 15 aldar, og eitt afbrigði
er strax mjög flókið (sjá dæmi hér að neðan). Samhenda var aðeins
lengur að þróast. Fyrstu lausavísur undir þeim hætti eru frá öndveðri
eða miðri 16. öld. Skáhenda birtist einnig mjög snemma. Úrkast, fjórði
hátturinn sem Vésteinn Ólason nefnir meðal þeirra elstu, hefur þegar
komið við sögu í vísu Gyrðis biskups og Eysteins munks.
(6) Grunnhættir rímna
(6a) Ferskeytlan
...þá (?) um (?) að vildir þú
vífið eiga að fanga,
Hallgerður (?) er sú hringa brú
að helst mun þig til langa.
Víst eru hér vondsleg hjú
sem vilja hvinnsku fremja.
Ætla ég þau sé öngum trú,
illt mun við þau að semja. 20