Són - 01.01.2005, Síða 16
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR16
Stafhent: stafhent – oddhent
(frumstiklað) samsniðhent (skárímað –
frumstiklað):
21 Fyrri vísan: AM 68 fol., 1r, síðari hluti 15. aldar eða byrjun 16. aldar. Handrit:
u.þ.b. 1300–1350. Seinni vísan: AM 604 f 4to (Staðarhólsbók) bls. 10. Vísan er frá
öndverðri eða miðri 16. öld (handrit frá því um 1550).
22 Fyrri vísan: AM 168 b 4to, 15r (bls. 29), síðari hluta 15. aldar. Handrit: umrædd-
ur hluti er frá 1475–1500. Seinni vísa er prentuð eftir: Vésteinn Ólason (1976:74);
sbr. einnig skárímaða vísu í dæmum um stafhendu. Þess ber að geta að skáhent,
ólíkt öðrum háttum sem hér eru nefndir, hefur ekki sjálfstæða hrynjandi sem væri
aðeins eiginleg fyrir það; dæmi sem er tekið hér er um háttinn „ferskeytt —
skáhent“, en skáhent er einnig í háttum eins og dverghent, hrynjandi, langhent,
stefjahrun og úrkast, sbr.: Kristján Eiríksson (2002). Skáhenda á líklega rætur sínar
að rekja til sekvensukveðskapar, sbr.: Kristján Árnason (2002:42).
23 Eitt erindi er í: Jón Espólín (III 1942:105), við árið 1532. Flokkurinn í heild er
prentaður í Blöndu I (1918–1920:60–96) með formála og skýringargreinum eftir
Hannes Þorsteinsson.
24 Íslenzk miðaldakvæði (I2 1936:238–246).
(6b) Stafhenda, samhenda, skáhenda
Stafhenda óbreytt:
Ólafur kóngur Noregi réð,
líkann hans hef ég öngvan séð,
hafnar Þór er heiðrar Krist,
hafði hann aldrei langa vist.
Samhenda óbreytt:
Ljótur er penni og loðinn að sjá
og liggur mörg hér klessan grá,
mætara væri til messu að gá
en margan fella kúkinn upp á.21
Leiðist hrók að líta á bók,
letrið er klesst fyrir orða snók,
seima brík segir það rík:
sæmra væri honum dýr hundstík.
Skáhenda:
Marka skal við mærðar tal,
mér eru eignuð fræði,
eitt hvert orð vill auðar skorð
eiga í hverju kvæði.22
Á 16. öld náðu bragarhættirnir sér aftur á strik, ekki aðeins í nýju
formi heldur einnig í nýjum margbreytileika: á íslensku kveðskapar-
sviði er þá fjöldi hátta, þar á meðal tökuhátta, þar sem mest áberandi
eru danshættir og margvíslegir hættir helgikvæða. Skáldahættir hafa
ekki heldur yfirgefið sviðið fyrir fullt og allt og auka fjölbreytni.
Þó er athyglisvert að einn flokk miðaldahátta virðist vanta með
öllu í lausavísur á árunum 1400–1550. Það eru edduhættir. Meðal
lengri kvæða eru þó nokkur dæmi um notkun fornyrðislags: Æfisögu-
flokkur Einars Sigurðarsonar23 og Krossþulur24 og ekki má gleyma
því að fornyrðislag, eða ljúflingslag, blómstraði lengi í barnagælum og