Són - 01.01.2005, Page 21
ÍSLENSKAR LAUSAVÍSUR OG BRAGFRÆÐILEGAR BREYTINGAR 21
Auk lengdar vísuorða má nefna mismunandi hlutverk ríms í drótt-
kvæðum og rímum. Innrím er meðal grunneinkenna dróttkvæðs háttar
(frávik leiða jafnvel til þess að innrímslaus vísa er braggreind öðru-
vísi, kölluð háttlausa) en endarím kemur seinna í dróttkvæði. Í rímum
er endarím hins vegar orðið aðalatriði. Frumhættir rímna hafa til dæmis
að jafnaði verið einfaldlega án innríms en endarím var skilyrði fyrir
tilvist háttarins.
Þó að síðlínur ferskeytlunnar eigi sér einhvers konar fyrirmynd í
dróttkvæðum hætti virðist varla hægt að rekja rætur ferskeytlu beint
til hrynhendu annars vegar37 og dróttkvæða hins vegar þrátt fyrir það
að alls kyns blendingshættir hafi verið til á mótunartíma rímnahátta.
Það má álykta að af skáldaháttum hafi aðallega hrynhenda legið í
bakgrunni við myndun rímnahátta en dróttkvæði aðeins með margs
konar fyrirvara.
Snúum okkur aftur til edduhátta. Voru þeir betri jarðvegur fyrir
erlend bragáhrif?
Hrynjandi rímna byggir aðallega á bragliðum, þ.e. ákveðnum
fjölda risa og veikra atkvæða sem þeim fylgja. Oftast er eitt veikt
atkvæði við hvert ris en geta þó orðið fleiri. Þetta virðist standa nær
hrynjandi edduhátta sem byggir frekar á ákveðnum fjölda risa en
atkvæða, heldur en hrynjandi dróttkvæðs háttar sem gerði sterkar
kröfur til atkvæðafjölda í vísuorði. Aðalatriði virðist þó það að bæði
edduhættir og rímnahættir hafa 4 ris í vísuorði (í edduháttum er um
að ræða langlínu), líkt hrynhendu en ólíkt dróttkvæðum sem hafa 3
ris. Hrynjandi rímnahátta samsvarar vel hrynjandi edduhátta eins og
Kristján Árnason hefur nýlega sýnt fram á.38 Hér eru tvö af dæmum
hans sem sýna líkindi í hrynjandi í erindum eddukvæða og ferhend-
um:39
37 Hér ber meðal annars að hafa í huga að einmitt sú gerð vísuorðs sem við finnum
í frumlínum ferskeytlu, einhvers konar stýfð hrynhenda (með 7 atkvæði og karl-
rími), var ekki mjög útbreidd á miðöldum.
38 Kristján Árnason (2003:40–43 og víðar).
39 Kristján Árnason (2003:41, 43). Í staðinn fyrir «S»-merki yfir sterkri bragstöðu eru
hér sérhljóð sterkra bragstaðna feitletruð; í seinni vísuna er bætt merkjum um
línuskil, en „þ[á]“ er leiðrétt eftir Eddukvæðum (1998:125). Erindin eru úr Völuspá
(1) og Lokasennu (26).