Són - 01.01.2005, Síða 23
ÍSLENSKAR LAUSAVÍSUR OG BRAGFRÆÐILEGAR BREYTINGAR 23
virðast teygja það yfir í rímnaháttinn stafhendu. Þetta dæmi er óbein
staðfesting hugsanlegrar þróunar rímnahátta úr edduháttum.
Rím, einn af höfuðstólpum rímnahátta, getur að vísu ekki talist til
einkenna edduhátta. Athyglisvert er þó að allt frá upphafi íslensks
kveðskapar virðist runhenda oft hafa verið dregin einmitt af forn-
yrðislagi.41 Runhenda dregin af fornyrðislagi getur meðal annars séð
rímnaháttum fyrir innrími en „hin minni runhenda“42 líka fyrir enda-
rími.
(11) Rím í runhendu sem er dregin af fornyrðislagi og í rímnaháttum
Fluttak frœði / *of frama grœði
(tunga tœði) / með tÄlu rœði;
stef skal stœra / stilli Mœra
(hróðr dugir hrœra) / ok honum fœra.43
Amors ljóð um auðar slóð
einatt kvað og stála rjóð,
falsi gróinn hér að hló
heimskur dárinn margur þó.44
Hátturinn í rímnavísunni er „stafhent – oddhent (frumstiklað), þrí-
þættingur minni“ og „er eins og stafhent – óbreytt nema hvað í þessum
hætti gera önnur kveða frumlína og fjórða kveða (endarímsliður) aðal-
hendingar langsetis“.45 Höfundur þessarar tilteknu vísu var uppi á sein-
ni hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar en hátturinn er eldri, frá 16. öld.46
Af þessum samanburði má draga þá ályktun að innrím í rímnahátt-
um sé ekki einvörðungu arfur skáldahátta heldur hafi einnig verið
grundvöllur fyrir það í edduháttum.
Mikilvægur greinamunur á edduháttum og rímnaháttum er að
vísu sá að þeir fyrrnefndu byggjast aðallega á setningaáherslu en
41 Sbr. t.d.: Háttatal (1991:33 og áfram), dæmi 80, 81, 85 o.fl.
42 „Hin minni runhenda“ heitir í Háttatali Snorra (1991:33–34) ef sitt rím er í hvor-
um helmingnum.
43 Háttatal (1991:33–34), dæmi 81. Framsetning mín, ásamt feitletrun rímsins — YSH.
44 Benedikt læknir Einarsson, tilfært eftir: Kristján Eiríksson 2002 (framsetning og
feitletrun mín — YSH).
45 Kristján Eiríksson (2002).
46 Sbr. Brönurímur (X, XIV), kveðnar trúlega skömmu fyrir miðja 16. öld, sjá:
Kristján Eiríksson (2002).