Són - 01.01.2005, Page 35
JÓÐMÆLI 35
Marteinssonar og „Vögguvísur“ til Guðríðar Gísladóttur, hún varð
síðar biskupsmaddama í Skálholti.9 Einn flokkur kvæða af þessu tagi
eru vísur ortar út af barnalærdómskverinu; í skinnbrotinu sem Barn-
gælubálkur er í, AM 720 b 4to, er eitt slíkt kvæði og segir þar undir
lokin: „Barnalærdóm birt hef eg / bragnar mega það skilja / þeir eð
vilja / Katekismus kallast má / kveð eg nokkuð þeim í þrá / þess náir
ei dylja.“10 Úr söfnum Jóns Sigurðssonar, Jóns Árnasonar og Ólafs
Davíðssonar mætti tína fjölda af kvæðum, þulum og vísum sem á fyrri
öldum voru höfð fyrir börnum til þess að friða þau, hugga, mennta
og ráða heilt. Þau söfn eru að nokkru prentuð í ritinu Íslenzkar gátur
skemtanir, vikivakar og þulur I–IV. Kaupmannahöfn 1887–1903.
Barngæludiktur / Barngælubálkur er elsta þekkta kvæði á íslensku rit-
máli af þeirri gerð sem kallast barnagælur. Þessi hugþekku jóðmæli
bera í sér hlýja hugsun og góðvild sem eiga erindi til hvers manns og
því ómaksins vert að draga þau fram í dagsljósið, stafsett uppá
nútíðarvísu og þess vænst að Són beri þau sem víðast. Frumprentið
sem hér birtist er gert handa unnendum barna og ljóða í þeirri von að
kvæðið haldi vakandi auðnuósk úr inni fyrri alda, gefinni því barni til
heilla sem hver kveður yfir hverju sinni. Útgáfuna leyfi ég mér að
tileinka sonarbörnum mínum, Ingibjörgu Ebbu og Kára.
9 Bjarni Gissurarson. Sólarsýn. Jón M. Samsonarson sá um útgáfuna. Rvk. 1960,
31–38, 65–66.
10 AM 720 b 4to, bl. 15v; sbr. Jón Þorkelsson. Om Digtningen på Island, 102.