Són - 01.01.2005, Síða 37
JÓÐMÆLI 37
8 Tiggja himins
trú þú fastliga,
það er grundvöllur
góðra verka.
Predikan hlýttu
prúðra klerka,
haf það jafnan
sem þú heyrir gott.
9 Varast skalt þú,
vænlig meyja,
við guðs nafn leggja,
geðug, með öllu
hosk í lyndi
við hégóma,
sá syndgast ei
sem so gjörir.
10 Farðu til messu,
friðlundað jóð,
hlýð með trausti
tíðum öllum,
skrafa þú ekki,
skýr, neitt um það
þó að í kirkju
kappar ræði.
11 Aungvir skyldu
ýtar stunda
ævi sína
nema að elska guð
og ónýtir
aldri sitja
svo að iðjulaus
enginn hittist.
12 Vertu oft næm
að nýtu verki,
postula eru það
prýðlig dæmi
nær sem Kristur
kallar fríða
gefi þinn anda
á góða iðju.
13 Kenndu jafnan gott,
kæran, öðrum
og nem einnin
það sem nytsemd er,
stöðug vert þú
stolt að líta,
sá er mannkostur
mestur allra.
14 Byrja vil eg
í barna huggan
stefið til handa
stoltu jóði
og biðja þess
blíðan drottin
að hann þig firði
meinum öllum.
15 Lof bið eg syngist
af lýð snjöllum
himna stýrir
yfir heim allan
ævinliga
so aldri minnkist
almáttur þinn,
hæsti drottinn.
16 Allir skyldu
ýtar falla
lágt á kné
með lofsöng frómum
fyrir ilmandi
ásján þinni,
engla gramur,
um allar aldir.