Són - 01.01.2005, Page 38
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR38
17 Föður og móður
fast skalt þú unna,
gjöra það jafnan
af góðum hug,
en ef þau þurfa
þinna muna
þeim skalt þú ætítt
þjóna af hjarta.
18 Styggðu þau aldrei
stolt að líta,
vertu vör um það,
vífið fróma,
brúðurin elska
þú bræður og systur
frændur auma
ef fljóð skal eflast.
19 Vel skaltu una
þó enir volugir
frændur þínir
á fé segist,
gleð þú jafnan,
geðug í orðum,
vist þeim og drykk
veit með blíðu.
20 Öfund skaltu
aldri fremja
þó þú sjáir
aðra í synd blífa,
reiði skaltu
ranga láta,
brúðurin unga,
í burt langt frá þér.
21 Vertu trygg vinum,
vífið fróma,
örlát af fé
með hófi góðu
en fláræði
fremdu aldri
drepur það kostum
dróttum allra.
22 Gjald þú þrálátum
gildlig andsvör
þeim sem ýtrust
á yfir að bjóða,
mundu aldri
mjög le[ngi]
0000000000
0000000000
23 0000000000
hafið dropum,
haninn fjöðrum,
en himinn stjörnum,
sandur kornum
en sáldið götum,
fjöllin steinum
en fiskar vötnum.
24 Akrar stöngum
en eyjar fuglum,
sólin geislum
en sjórinn fiskum,
góð bók línum
en gamminn hljóðum,
skipið nöglum
og skógur kvistum.
25 Reið með vatni
og rekka meið
sólir tvennar
so er hilmirs hljóð
en leiðir úlfs
lagður spjóti,
ort er fræðið
og allljóst er það.