Són - 01.01.2005, Page 40
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR40
1 Óð vil eg yrkja
ungum börnum,
þeim sem upp vaxa
hjá föður og móður
að þau spök verði
vinum og frændum
guði unnandi
og góðum mönnum.
2 Kveð eg meybörnum
kvæðið þetta,
þeim sem þurfa
þeirra muna.
Þegi þú og huggast,
þýðust barn mitt,
göfug, þér ekki
gangi í móti.
3 Drottin vil eg
þess dýran biðja
að þú spök verðir,
sprakkinn ungi,
og skikki þér skaparinn
góðan engil sinn
að geyma þig, barn mitt,
svo þú grátir eigi.
4 Mun eg þig selja,
meyjan unga,
guði á hendi
að hann geymi þín,
hans bið eg ásjá
aldri hverfi
af þér, unga,
á aldri þ[ín]um.
5 Höfuð með hári,
holdi og hliðum,
brjóski, beinum,
blóði og sinum,
æður og innstur
og allt að þér fylgir
gef eg það á guðs vald
góðu mínu barni.
6 Skipti þér lukku
skaparinn allra,
jóðið góða,
á jörðu og himni
og unni þér
allar dróttir,
faðir og móðir,
fögur, allra best.
7 Bið eg þú vaxir,
barnið góða,
og dafnir
með dáðum öllum,
málið þú lærir
og mannvit allt,
refskorð, eftir
réttum tíma.
Barngælubálkur