Són - 01.01.2005, Page 41
JÓÐMÆLI 41
8 Þegar en unga
þýð kann að mæla
greiðist þér ávallt
gott á tungu
Jesú að nefna
og jafnan ákalla,
blót og eiða
bið eg að þú forðist.
9 Gefi það barn mitt
guð drottinn þér
að þú fljótliga
fróðleik kunnir
og íþróttir
allar hreppir,
þær sem kvenmanni
kringt [er] að læra.
10 Lausung bið eg þig
ljóta forðist
en stöðugt ráð
stoltri fylgi.
Guð himnanna
gefi þú festist
manni góðum
meyjan þér unni.
11 Og þú hann elska
af öllum hug
ævi þína
og uni góðu.
Arfa hljóttu
og auð nógan
giftu drjúga,
göfugt barn mitt sælt.
12 Arfa skaltu
elska þína
og íþróttir
öllum kenna,
gjör þú öngvan mun,
göfug mær, að því
svo ekki þurfi
annan að kæra.
13 Elska þú Drottin
af öllum hug
svo voluðum
veittu bjargir,
stunda þar með
stoltar bænir
á hvörjum tíma
með hug góðum.
14 Gjaltu þrálátum
gildligt andsvar
þeim sem ítrust
á yfir að bjóða,
mundu aldregi
mjög lengi það
þó sundurorða
sætan verði.
15 Vertu trygg vinum,
vífið fróma,
örlát af fé
með hófi góðu
en fláræði
frem þú aldregi,
drepur það kostum
dróttum allra.
16 Láttu gott fylgja,
lindin mjófa,
þótt reið verði
rík við dróttir
brigsla þú aldri,
brúðurin unga,
neinum manni,
það er einna verst.