Són - 01.01.2005, Síða 44
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR44
35 Sjúkra og sárra,
sæl, skaltu vitja,
brúðurin unga,
að bæn minni.
Vel skyldi þér,
vífið, ganga,
ríklundað jóð,
ef eg ráða mætti.
36 Girnstu aldregi
góss annarra,
vertu gestrisin
við gunna lið,
vinn þú beina
virðum frómum
af góðum hug
og glöðu hjarta.
37 Varast ferðir
á vetur að heyja
og vorskuldir
virðum að gjalda,
best er að haustum
brögnum að lúka
það þú lofaðir
þorngrund mætri.
38 Rís upp árla,
ríklundað jóð,
gjör þú þá bænir
fyrir guði þínum
áreiðiliga,
gakk um *sýslur,
*hygg að verkum
hjóna þinna.
39 Far þú til kirkju,
fljóðið, jafnan
og hlýðtu *með gát
guðspjalls orðum,
skrafa þú eigi
neitt á meðan
þó að kvissamir
*kappar ræði.
40 Hugsa þú oftast,
hróðri sæl meyja,
á dauða þinn
með dægri hvörju,
mundu, *en unga,
margt það eg greini,
vertu aldregi
vanbúin við því.
41 Leið þú *bjarta,
lofaður drottinn,
blíðar leiðir
boðorða þinna
æfinliga
svo aldri girnist
annað en þig að elska
af öllu hjarta.
42 Bið eg himnanna
buðlung hæstan,
yfirmeistara
allra lista,
efling veittu
óði þessum,
styrkur og mildur,
stef megi eg vanda.
43 Lof bið eg syngist
af lýð öllum
þeim himnum stýrir
og heimi öllum
æfinliga
svo aldrei minnkist
almáttur þinn,
enn hæsti drottinn.