Són - 01.01.2005, Síða 45
JÓÐMÆLI 45
44 Guð hefr setta
göfu<g>st meyja
ýta kinda
engla tvenna,
þeir eiga skyggnast
um skipan manna
gæsku og illsku
gumnar í reika.
45 Minning gjör þú,
mær en unga,
fögrum engli
fyrst á morgna
og að kveldi,
kæran blíða,
áður en ljúfust
leggst til náða.
46 Geym þú aldri
glæpi vonda
í brjósti þínu
svo þú birtir ei,
vanda þú þó
vel siðaðan mann
þitt að segja,
það vel gjörðist.
47 Leyndu aldri
ljótum syndum,
góðhugað jóð,
við lærðan mann
allt skaltu tína
þó að ljótt þyki
honum við eyra
hosk með tárum.
48 Skrift bið eg þig,
skýrust, haldir,
vífið góða,
vel með öllu
fresta þú aldri,
frómust meyja,
ráð þitt að bæta
að þú reitt hefir.
49 Mörgum verður,
meyjan fríða,
á einni stundu
allt um seinna,
brögnum ríður
brátt að hendi
bani oftsinnis,
bú þig við því.
50 Enginn skyldi ýta
ofmjög fresta
þungt að bæta
það þú gjört hefir,
hætt er eitt auga
hvörjum manni
er nær 000it
nætur að bíða.
51 Þolinmæði,
þýð, trygg vinni
kröftum auðgast,
kæran unga,
öllu skrýddu
þig með þessu,
mun þá vífi
vel til ganga.
52 Mætur Jesús
yfir mey þessa
mildur sendi
miskunn sína
og styrki þig
stolt í öllu
ráði þínu
svo þú rétt girnist.