Són - 01.01.2005, Side 46
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR46
53 Sjö eru þær greinir,
sætan unga,
að þú forðast skalt
að föður ráðum,
dramba þú aldri,
dýrust meyja,
af guðs láni
þó þér vel gangi.
54 Vogir réttar
víf skal hafa
að mæla með,
meyjan unga,
ágirnd ranga
auðs og klæða
ei vélum unna,
það vill drottinn.
55 Ef lýkst þér klæði,
ljúf, eða vaðmál
stiku rétta
stolt láttu ráða,
auricularis
illa safnar
rekkum fjár oft,
rík það forðast.
56 Varast skaltu,
veglig meyja,
guðs nafn að leggja,
göfug, með öllu
hosk í lyndi
við hégóma,
sárt syndgast þeir
er svo gjöra.
57 Öfund skaltu
aldri fremja
þóttú sjáir aðra
í sæmd lifa,
reiði skaltu
ranga láta,
brúðurin unga,
langt í burt frá þér.
58 Fæðu og drykkju
fljóð skal neyta
mjög eftir hófi
en meir ekki
né annarra
sem eg fyrr sagði,
girnstu ei rangliga
þó að gott þyki.
59 Leti skaltu
ljóta forðast,
gjör þú ætíð
að guðs vilja,
en saurlífi,
sætan unga,
frem þú aldri
iðuliga.
60 Hjúskap bið eg þig
hreinan binda
og vanda hann
vel með öllu,
frem þú aldri
þá fasta skal,
eigi, hosk, heldur
á hátíðum.
61 En þá einna mest
víf skal forðast
þá að klén hefir
kvenligt æði,
drottinn hefir það,
dýrust meyja,
brúður, bannað
mest með ráði öllu.