Són - 01.01.2005, Qupperneq 48
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR48
71 Heiðra skaltu
helgar tíðir
og skipa svo
skötnum þínum,
fasta þú jafnan
ef fullstyrk er
svo sem klerkar
köppum bjóða.
72 Á tiggja himins
trú þú fastliga,
það er grundvöllur
góðra verka,
predikan hlýð þú
prúðra klerka,
haf það jafnan
sem þú heyrir gott.
73 Ef þú finnur
á farvegi
frómra rekka
fréttu allmargs,
segðu fátt öðrum
þó þeir spyrji þig,
nem þú, en góða,
gjör sem eg beiði.
74 Ef þú, víf, þiggur
veislur margar,
vertu þá góðmál
með góðu hófi,
dæm þú aldri
drótt um aðra,
það er mjög vanstillt
að vel fari.
75 Drekktu lítið
af drykk góðum,
þá er margt talað
er mál hreyfist,
þá skaltu aldri
mjög hljóð vera,
það mega vondir
virða illa.
76 Far þú með ýtum
ferðir margar,
vertu ráðholl
við rekka lið,
skemmtu jafnan
skötnum fríðum,
dvelur það stundir
drótt harmsfullar.
77 Kenn þú gott öðrum,
kæran unga,
og nem það sjálf
sem nytsemd er í,
stöðug vertu
stolt að líta,
sá er mannkostur
bestur allra.
78 Vertu oft, en nauma,
að nýtu verki,
postula er það
prúðlig dæmi,
nær sem Kristur
kallar á þig
í góða iðju
gef þig jafnan.
79 Kauptu með elli,
kæran unga,
bænir margar
og být aumum,
ver kirkjum hlýðin
og klerka sveit
svo að þig fróðir
fyrir megi biðja.