Són - 01.01.2005, Page 51

Són - 01.01.2005, Page 51
JÓÐMÆLI 51 Eftirmáli — Varðveisla kvæðisins 1. Barngæludiktur í AM 720 a IX 4to Á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi eru varðveitt skinnblaðabrot undir markinu AM 720 a 4to I–XI. Þau eru úr mörgum handritum er geyma guðrækilegt efni frá 15., 16. og 17. öld. Brotið sem merkt er AM 720 a IX 4to er tvíblöðungur með 28 erindum úr kvæðinu Barngæludikti. Kvæðið hefst fyrirsagnarlaust efst á fremsta blaði. Sjötta vísuorð í 22. erindi er neðst á bl. 1v og vantar því næst blöð inn í, óvíst hve mörg. Á bl. 2r er niðurlag kvæðisins, sex erindi, á hið fyrs- ta vantar eitt vísuorð. Kvæðinu lýkur á miðju blaðinu, undir er máð letur, líklega bæn. Á bl. 2v hefir letrið verið skafið upp og skrifað eit- thvað nú útmáð að mestu utan bænarákall með munkaletri neðarlega sem svo má lesa: „guð minn hjálpaðu mér minn veg á og kenn mér hvað eg skal gjöra.“ Sjá má móta fyrir eldri upphafsstöfum í litum sem vitna um að skinnið er uppskafningur og hefir síðar verið brotið á jöðrum og haft utan um kver. Á seðli sem blöðunum fylgir hefir Árni Magnússon skrifað: „Fra Monsr Jone Widalin Elldra 1725.“ Jón eldri var sonur Páls Vídalíns lögmanns í Víðidalstungu og Þorbjargar Magnúsdóttur frá Vigur, nam læknisfræði og starfaði við þá grein í Kaupmannahöfn til 1724; má vera hann hafi notað blöðin utan um lækningakver. Skinnbrotið er ómjúkt og nokkuð gróft settletur á; stafsetning og áferð benda til þess að skrifað sé um 1600, því að skrifari gerir grein- armun á i, y og í, ý. Oftast er ö-hljóð skrifað o, en einnig au svo sem ‚lofsaung‘, ‚aufund‘, ‚aurlat‘ og ‚staungum‘. Í handritinu er hverju erindi skipt í fjögur vísuorð og skil milli vísuorða yfirleitt mörkuð með semíkommu sem er sleppt ef vísuorðin mynda óslitna yrðingu. Erindaskil eru mörkuð með punkti sem sett- ur er um miðbik bókstafa í línu og næstfarandi erindi hefst á upphafs- staf. Í prentun er hvert vísuorð sett sér í línu og erindin tölusett til hægðarauka. 2. Barngælubálkur í AM 720 b 4to Árni Magnússon prófessor í Kaupmannahöfn fékk á Íslandi árið 1704 fallega gerða rímnabók frá Magnúsi Jónssyni. Árni kenndi Magnús við Snóksdal en kallaði bókina Hólsbók. Magnús Jónsson var lærður í Skálholtsskóla, sonur séra Jóns Hannessonar í Snóksdal og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur, bjó með móður sinni, þá ekkju, að Hóli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.