Són - 01.01.2005, Síða 54

Són - 01.01.2005, Síða 54
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR54 settur skýr punktur ýmist fyrir miðju bókstafa ellegar í línu og hvert nýtt erindi hefst á fallega dregnum upphafsstaf. Erindin eru ótölusett í handriti. Í prentun er hvert vísuorð sett sér í línu og erindin tölusett til hægðarauka. Á bl. 7 er skinnlag rifið og fremstu bókstafir í fimm efstu línunum bl. 7r horfnir sem og seinustu bókstafir í fimm efstu línum á bl. 7v. Í útgáfunni er reynt að fylla í eyður eins og vit nær til; ágiskanir og leiðréttingar eru stjörnumerktar og gerð nánari grein fyrir þeim í skýringum. 3. Uppskrift Barngælubálks í JS 531 4to Jón Sigurðsson forseti safnaði býsnum af kvæðum í handritum og uppskrifaði mikið sjálfur, ætlaði úrval til útgáfu fyrir almenning og kom mörgu í verk. Eitt kvæðahandrit í safni hans, nú á Handritadeild Landsbókasafns — Háskólabókasafns, ber markið JS 531 4to, það er þjóðkvæðasafn og voru sum kvæðin prentuð í Andvara.19 Fremst í handritinu fer Skaufhalabálkur eða Refsbálkur, en í aftasta hlutanum eru uppskriftir af Áradalsbrag sem Jón hafði búið til prentunar í Andvara en ekki varð af, bragurinn var fyrst prentaður í Huld 1894.20 Næst á eftir uppskriftum Ljúflingsljóða í þessu handriti er á sérstöku tólfblaða kveri uppskrift Barngælubálks og Katekismusvísna. Á hægri spássíu við upphaf Barngælubálks er skrifað með sömu hendi og meginmál: „Sec(undum) Membr: Biblioth. A M. N. 718 in 4. videtur exarata paulo ante Reform“ [þ. e.: Eftir skinnhandriti (í) Bókasafni Árna Magnússonar, AM nr. 718 í 4to, virðist skrifað litlu fyrir siðskipti ]. Á spássíu við upphaf Katekismusvísna stendur „Sec(undum) Membr. Biblioth. A M No 718 4to“ [þ. e.: Eftir skinnhandriti (í) Bókasafni Árna Magnússonar, AM nr. 718 í 4to]. Í handritinu sem nú er undir markinu AM 718 4to eru kvæðauppskriftir Jóns Gissurarsonar á Núpi við Dýrafjörð en hvorki eru þar Barngælubálkur né Katekismusvísur. Ljóst er að uppskrift Barngælubálks í JS 531 4to er gerð beint eftir uppskriftinni í AM 720 b 4to og jafnframt hefir skrifarinn haft hop af brotinu í AM 720 a IX 4to. Af þessu er helst að ráða að kvæðahandritið sem nú er undir markinu AM 720 b 4to hafi einhvern tíma legið með því kvæðahand- riti sem nú er merkt AM 718 4to. 19 „Titlíngskvæði“, Andvari, 1. ár. Kh. 1874, 194–196; „Spekifuglinn“, Andvari 2. ár. Kh. 1875, 143–146; „Einsetumannskvæði og Krummakvæði“, Andvari, 3. ár. Kh. 1876, 153–163. 20 Einar G. Pétursson. Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. Rvk. 1998, 137–138.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.