Són - 01.01.2005, Síða 65
LJÓÐSTAFURINN S Í ÍSLENSKUM KVEÐSKAP 65
Sturla kvað yfir styrjarhjarli,
Snorri sjálfur á feigðar-þorra.
Hér er stuðlað við sníkjuhljóð, annars vegar st – sl og hins vegar st –
sn. Sigurður Kristófer flokkar þessa stuðlasetningu sem braglýti og
virðist hvað það varðar ekki gera greinarmun á s-stuðlun og stuðlun
við sníkjuhljóð.
Sveinbjörn Beinteinsson telur gnýstuðla vera sex. Hann segir:21
Stafurinn s hefur sérstöðu í stuðlasetningu. Ef s er stuðull en
næsti stafur í orðinu er k, l, m, n, p, eða t, þá verður einnig svo
að vera í hinum stuðlunum. Þetta heita gnýstuðlar.
Sveinbjörn tekur dæmi um stuðlun sk á móti sk, sl á móti sl, sm á móti sm,
sn á móti sn, sp á móti sp og st á móti st. Síðan sýnir hann tvö dæmi um
það þegar gengið er á svig við þessa reglu og átelur þá sem það gera:22
Sæll í sólskinsbrekku
smalinn horfir á.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Stikaði djarft með stoltan svip
Snæfellingagoðinn.
(Alþingisrímur)
Annað dæmið sýnir s + sérhljóð á móti sm og hitt sýnir st á móti sn.
Sveinbjörn virðist því telja stuðlun við sníkjuhljóð andstæða brag-
reglum eða í besta falli ljóta stuðlasetningu og er þar sammála Sigurði
Kristófer Péturssyni. Það sama á við um s-stuðlun. Samkvæmt því
sem Sveinbjörn segir um gnýstuðla má draga þá ályktun að hann telji
þá stuðlasetningu óviðunandi.
2.3 Jafngildisflokkar hafa breyst hvað varðar s
Af því sem að framan greinir er ljóst að hvað varðar ljóðstafinn s hafa
jafngildisflokkar stuðlasetningarinnar riðlast frá því sem var til forna.
Hin upprunalega regla, sem setti samböndin sk, sp og st hvert í sinn
21 Sveinbjörn Beinteinsson (1953:xviii).
22 Sveinbjörn Beinteinsson (1953:xviii), feitletrun mín, RIA.