Són - 01.01.2005, Page 68
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON68
Hér stuðlar st við sl. Ekki fannst nema þetta eina dæmi um stuðlun
af þessu tagi í kveðskap Halls prests Ögmundssonar.
Stuðlun við sníkjuhljóð finnst ekki aftur fyrr en rúmum 200 árum
seinna. Í kveðskap Jóns Þorlákssonar fannst, líkt og hjá Halli, eitt
dæmi. Það er í kvæðinu „Straff eða laun“. Síðasta braglína 3. vísu, lína
sem er sér um ljóðstafi, hljóðar svo:
en slyppur eftir stá.
(37)
Hér er það sama á ferðinni og hjá Halli: sl stuðlar við st. Eftir þetta
verður ekki vart við sníkjuhljóðsstuðlun fyrr en hjá Jónasi Hallgríms-
syni. Þar fundust hins vegar þrjú dæmi:
Höfundar aldur sní s-st sk sp st sl sm sn
Bragi Boddason 9. öld – 2 – – 1 – – –
Egill Skalla-Grímsson 10. öld – 7 3 – 4 – – –
Sighvatur Þórðarson 11. öld – 14 3 – 1 – – –
Arnór Þórðarson 11. öld – 6 8 – 3 – – –
Einar Skúlason 11.–12. öld – 12 3 – 6 – – –
Sturla Þórðarson 1214–1284 – 8 5 – 6 – – –
Eysteinn Ásgrímsson ? – 1361 – 4 5 – 4 – – –
Hallur Ögmundsson 15.–16. öld 1 1 7 1 8 – 1 –
Jón Arason 1484–1550 – – 5 1 1 – – 1
Einar Sigurðsson 1538–1626 – – 7 – 3 – – –
Hallgrímur Pétursson 1614–1674 – – 5 1 2 – – 2
Stefán Ólafsson 1619–1688 – – 17 1 9 – – 1
Eggert Ólafsson 1726–1768 – 2 10 1 4 – – –
Jón Þorláksson 1744–1819 1 – 8 – 7 3 – –
Sigurður Breiðfjörð 1798–1846 – – 3 – 3 – – –
Jónas Hallgrímsson 1807–1845 3 – 3 – 7 1 – 2
Steingrímur Th. 1831–1913 – 6 8 – 5 – – 1
Matthías Jochumsson 1835–1920 – 3 3 – 5 – – 2
Kristján Jónsson 1842–1869 – – 2 – 6 1 – –
Davíð Stefánsson 1895–1964 4 – 5 1 5 – – –
Steinn Steinarr 1908–1958 – 3 4 2 1 2 – –
Tafla 1: Stuðlun með ljóðstafnum s (sní = stuðlun
við sníkjuhljóð, s-st = s-stuðlun, stuðlun með bókstafapörunum sk,
sp, st, sl, sm og sn, þ.e. þegar notaðir eru gnýstuðlar)