Són - 01.01.2005, Page 72
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON72
þetta sníkjuhljóð og talið að það hafi komið fram um þetta leyti.25
Því er alls ekki úr vegi að ímynda sér að það hafi átt einhvern þátt í
því að stuðlunin breyttist. Hitt er svo vafamál hvort þessi skýring ein
sér nægir til að varpa ljósi á svo afdrifaríka breytingu. Skal í því sam-
bandi bent á að fyrir í bragkerfinu voru einmitt gnýstuðlarnir svo-
kölluðu sem einnig höfðu s að upphafshljóði. Ef til vill má ímynda
sér að það hafi einnig haft einhver áhrif á uppstokkun jafngildisflokk-
anna. Skáldunum, sem eru vön að stuðla sk ekki við neitt nema sk,
sp aðeins við sp og st við st, finnst ef til vill eðlilegt að sama regla hljóti
að gilda um sl, sm og sn þegar framburðurinn er orðinn breyttur frá
því sem var og sníkjuhljóðið farið að trufla eyrað. Klasar sem byrja
á s eru að einhverju leyti í sérflokki.
Dæmi um s-stuðlun finnast ekki hjá þeim Jóni Arasyni, Einari
Sigurðssyni, Hallgrími Péturssyni og Stefáni Ólafssyni. Þó aðeins hafi
verið tekin um það bil 400 braglínupör eftir hvert skáld er augljóst að
ef s-stuðlun hefði verið notuð að einhverju ráði hefði hún komið fram
þarna líkt og gerðist í ljóðum þeirra skálda sem dæmi voru tekin af í
byrjun kaflans.
Í kveðskap Eggerts Ólafssonar fundust tvö dæmi um s-stuðlun:
náttdaggar knappa silfri sett
smaragðar vóru á hverjum blett.
(Eggert Ólafsson: Náttúru-Lyst 335–6)
opnuð snerist við sólar-ljós
sýndi vellukt og hunangs ós.
(Eggert Ólafsson: Náttúru-Lyst 345–6)
Það er nokkuð einkennilegt að finna dæmi um slíka stuðlun hjá
skáldi sem er uppi á 18. öld þegar hennar virðist ekki hafa orðið vart
í 250–300 ár. Ekki er úr vegi að ímynda sér að hér sé um vísvitandi
málfyrningu að ræða. Eggert Ólafsson var mikill fortíðardýrkandi og
fyrnti mál sitt gjarnan, oft meir af kappi en forsjá.26 Í fyrra dæminu
sem hér er birt stuðlar sm við s + sérhljóð, si, se og sm. Í þeim dæmum
sem fundust í rannsókninni um s-stuðlun hjá eldri skáldunum er
ekkert dæmi um sm. Í öllum þeim tilvikum eru stuðlarnir sem notaðir
eru á móti s + sérhljóð, sj og sv aðeins sl og sn. Við nánari eftir-
25 Jakob Jóhannesson Smári (1923:37); Björn K. Þórólfsson (1987:XXXII).
26 Veturliði Óskarsson (1999:25–26).