Són - 01.01.2005, Síða 78
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON78
hart meðan heimsins rúta
hringveltist sína slóð.
(Steinn Steinarr: Brúðkaupskvæði 13–4)
Bragarföngin burtu sett,
botn í söng minn sleginn.
(Steinn Steinarr: Hlíðar-Jóns rímur 321–2)
Í fyrsta tilvikinu eru klasarnir sm og sv í framstöðu hlið við hlið í
áhersluatkvæðum. Í báðum seinni dæmunum er um að ræða s +
sérhljóð á móti sl, einnig hlið við hlið. Hjá Steini fundust aðeins þrjú
dæmi um aukaljóðstafi en í öllum tilvikum voru þeir aðskildir, þ.e. að
minnsta kosti einn bragliður á milli þeirra. Hér standa þeir hins vegar
hlið við hlið, þ.e. ef við gerum ráð fyrir að s + sérhljóð, sv, sj, sl, sm og
sn stuðli saman. Aukaljóðstafir sem standa hlið við hlið munu af flest-
um skáldum vera taldir mun meira lýti heldur en ef einn eða fleiri
bragliðir standa á milli þeirra.29 Af þessu að dæma virðist Steinn fylla
flokk þeirra skálda sem nota s-stuðlun þegar þeim hentar en nema
hana úr gildi, ef svo má að orði komast, þegar á þarf að halda.
Af því sem skráð er hér að framan virðist augljóst að eftir tímabil-
ið um 1400 til um 1500–1550 er s-stuðlun ekki lengur notuð, hver svo
sem ástæðan kann að vera. Þessi breyting er gengin yfir á tímum
Halls Ögmundssonar. Hjá honum finnst aðeins eitt dæmi um s-stuðl-
un sem þýðir í raun, þegar borið er saman við skáldin sem skoðuð
voru þar á undan, að jafngildisflokkarnir eru breyttir frá því sem var.
Fjögur dæmi fundust hjá Eysteini Ásgrímssyni, átta hjá Sturlu
Þórðarsyni (sjá töflu 1). Eftir það hafa einstaka skáld notað þessa
stuðlun. Þau skáld hafa hins vegar öll verið ósamkvæm sjálfum sér og
notað s-stuðlun þegar það hentaði en horft fram hjá reglunni eins og
hún væri ekki til þegar þess þurfti með, nema Steingrímur Thor-
steinsson. Skáldin sem þessi rannsókn beindist að og uppi voru eftir
daga Halls Ögmundssonar eru alls þrettán talsins. Hjá níu þeirra
fundust engin dæmi um þessa stuðlun.
4.4 Gnýstuðlarnir sk, sp, st, sl, sm og sn
Klasarnir sl, sm og sn hafa verið til umfjöllunar hér að framan án
þess að heitið gnýstuðlar hafi verið notað. Í s-stuðlun mynda þessir
29 Ragnar Ingi Aðalsteinsson (1996:39–40).