Són - 01.01.2005, Page 81
LJÓÐSTAFURINN S Í ÍSLENSKUM KVEÐSKAP 81
Klasinn sm vakti sérstaka athygli í rannsókninni. Talið hefur verið
að sm hafi stuðlað móti s + sérhljóði, sj, sv, sl og sn í s-stuðluninni.
Þegar niðurstöður úr rannsókninni voru skoðaðar vaknaði grunur
um að klasinn sm hafi í stuðlun verið nær því að vera sérstakur ljóð-
stafur, þ.e. gnýstuðull, líkt og sk, sp og st. Í öllum þeim dæmum sem
fundust um s-stuðlun, hjá þeim sem eldri eru en Hallur Ögmundsson,
var stuðlað við sl eða sn, aldrei við sm. Viðbótarkönnun sem gerð var
á eddukvæðum styður þessa hugmynd.30 Þar fundust 108 dæmi um
s-stuðlun en sm kom þar aðeins tvisvar sinnum fyrir sem stuðull. Þó
að orð sem hafa sm í framstöðu séu allmiklu færri en hin sem hafa þar
sl eða sn (sjá í 4.4 um fjölda orðstofna sem byrja á sl, sm og sn) skýrir
það ekki svo mikinn mun.
Tafla 3: Stuðlun með gnýstuðlunum sl, sm og sn
30 Eddukvæði I og II. (1985).
B
ra
gi
E
gi
ll
Si
gh
va
tu
r
A
rn
ór
E
in
ar
S
k
St
ur
la
Ey
st
ei
nn
H
al
lu
r
Jó
n
A
E
in
ar
H
al
lg
rí
m
ur
St
ef
án
E
gg
er
t
Jó
n
Þ
Si
gu
rð
ur
Jó
na
s
St
ei
ng
rí
m
ur
M
at
th
ía
s
K
ri
st
já
n
D
av
íð
St
ei
nn
Gnýstuðlarnir sk, sp og st hafa haldið sínum hlut í stuðluninni frá
fyrstu tíð og litlar sveiflur var þar að finna. Þegar kemur að gný-
stuðlunum sl og sn er annað uppi á teningnum eins og sést í töflu 3.
Þeirra verður fyrst vart á 16. öld og eftir það bregður þeim fyrir í
stuðlun af og til. Dæmin eru alls sextán hjá níu skáldum. Eina dæmið
um sm sem gnýstuðul fannst hjá Halli Ögmundssyni.
Til að skýra tengsl gnýstuðlanna sl, sm og sn annars vegar og s-
stuðlunar hins vegar er rétt að benda á súluritin í töflu 2 og töflu 3
4
3
2
1
0
sl
sm
sn